Íslensk þjóðhátíð - gullin gleðivíma

Sigri fagnað Þetta hefur verið algjörlega magnaður dagur. Eiginlega er maður enn að búast við því að vakna af værum blundi og allt hafi þetta verið einn allsherjar draumur, en svo verður ekki sem betur fer. Man ekki eftir ánægjulegri dögum lengi.

Þjóðhátíðarbragurinn, stoltið og krafturinn, hefur aldrei verið meiri hjá þjóðinni. Gerist ekki betra en þetta, held ég. Nema þá auðvitað ef strákunum tekst að vinna gullið. Veit satt best að segja ekki hvernig stemmningin yrði á sunnudag ef það gerist. Mun allt fara á hvolf af sæluvímu.

Hvernig er hægt að fagna eiginlega þegar þjóðhetjurnar koma heim? Er ekki málið að hafa allsherjar útihátíð með öllu sem til þarf. Við erum svo óvön að fagna alþjóðlegum sigrum og verðlaunum að reynsluna skortir allverulega. En nú er tækifærið að móta einhverja hefð í því. Enda er þetta auðvitað bara fyrsta alvöru hnossið í boltanum á alþjóðavettvangi.

Hvernig er það annars með Geir og Þorgerði. Ætla þau ekki að lýsa daginn sem strákarnir koma heim sem allsherjar frídegi landsmanna og skipuleggja samhenta þjóðargleði? Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að öskra af gleði og fagna af krafti er það nú.

mbl.is „Sköpunarkraftur af öðrum heimi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband