Óstaðfest: Barack Obama velur Evan Bayh

Obama/Bayh
Fyrir stundu tóku traustar sögusagnir að leka út um að Barack Obama hefði valið Evan Bayh, öldungadeildarþingmann í Indiana, sem varaforsetaefni sitt. DrudgeReport hefur nú pikkað þetta upp og birt og nefnir starfsmenn sem vinna á þessari stundu að því að framleiða spjöld með nöfnum þeirra fyrir kosningafundinn í Illinois á morgun sem heimild.

Enn hefur Obama ekki sent út hinn margumrædda tölvupóst með formlegri tilkynningu. Því er þetta óstaðfest. Í allan dag hef ég reyndar fengið á tilfinninguna að Evan Bayh yrði varaforsetaefnið. Spáði því í skrifum hér í gær. Bayh hefur svo margt með sér að valið á honum er bæði rökrétt og traust fyrir Barack Obama á þessum tímapunkti.

Í skrifunum í gær rakti ég plúsa og mínusa Bayh. Förum yfir þá svona í svipinn:

Evan Bayh
+ Traustur valkostur í tæpri baráttu, unglegur og myndarlegur en samt hokinn af reynslu; verið í öldungadeildinni frá 1999 en þar áður ríkisstjóri í Indiana tvö tímabil. Studdi Hillary í forkosningaferlinu og tryggði henni nauman sigur í Indiana og gæti leikið lykilhlutverk í að græða sárin milli fylkinganna, sem enn eru til staðar. Með trausta stöðu í miðvesturríkjunum sem munu jafnvel ráða úrslitum. Gæti fært Obama sigur í Indiana, ellefu kjörmanna fylki sem repúblikanar hafa unnið í öllum kosningum frá 1936, nema einum, auk þess leikið lykilhlutverk í Ohio og Iowa. Myndi ekki skyggja á Obama.

- Studdi innrásina í Írak og allar helstu ákvarðanir Bush-stjórnarinnar í hinu umdeilda stríði áður en það hófst og á fyrstu stigum þess. Hefur ekki gengið í takt með Obama í málefnum Írak allt frá upphafi og gæti valið á honum vakið spurningar um hvort þeir séu samstíga og sammála í utanríkismálum. Gæti talist litlaus þrátt fyrir stjörnusjarmann og einum of fyrirsjáanlegur kerfiskarl. Verið í öldungadeildinni í rúman áratug og myndi fúnkera illa með breytingamaskínu Obama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband