Sterk staða "strákanna okkar" í úrvalsliðinu

Sigri fagnað Enn erum við Íslendingar að ná áttum eftir gærdaginn, þvílíkur sæludagur. Þetta var enginn draumur heldur pjúra raunveruleiki, en geðshræringin var slík í gær að við vorum að fara yfir um og eiginlega þurftum að klípa okkur í hendina til að vera virkilega viss um að þetta væri ekki einn stór draumur.

Enginn vafi á að íslenska landsliðið er stjörnulið handboltamótsins á Ólympíuleikunum. Traustasta staðfesting þess er valið á Guðjóni Val, Óla Stef og Snorra í sjö manna úrvalslið leikanna. Algjörlega ómögulegt er að velja á milli þeirra sem bestu leikmanna handboltamótsins það sem af er og auðvitað fá þeir allir sess við hæfi.

Innilega til hamingju með þetta strákar! Svo er bara að taka þetta á morgun.

mbl.is Guðjón, Snorri og Ólafur í úrvalsliði Ólympíuleikanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu,er hægt að biðja um meira!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.8.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband