Ríkisstjórnin styður við bakið á "strákunum okkar"

Strákarnir okkarMér finnst það flott hjá ríkisstjórninni að leggja landsliðinu lið. Eftir hinn frábæra árangur "strákanna okkar" í Peking þarf að tryggja að handboltinn hafi traustari umgjörð og landsliðið þarf að fá meiri pening til að vinna í sínum málum. Því er þetta gott skref.

Landsliðið tryggði árangur eftir umbrotatíma, þegar enginn vildi fóstra liðið sem þjálfari. Fjöldi manna höfnuðu því að taka starfið að sér vegna þeirrar umgjörðar sem var um starfið. Mikilvægt er að taka á því, en það mætti svosem segja mér að þeir sem höfnuðu þjálfarastöðunni öfundi Guðmund af því að hafa tekist það enginn trúði að væri hægt.

Og svo koma hetjurnar á morgun. Það er mikilvægt að þeir finni vel hversu stolt við öllum erum af þeim.


mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Glæsilegt ekki satt?

Páll Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband