Velkomnir heim strákar!

Strákarnir komnir heim
Þá eru strákarnir komnir heim með Ólympíusilfrið. Gaman að sjá þegar þeir komu á Reykjavíkurflugvöll áðan. Allir með sól í hjarta á þessum gleðidegi. Samt svolítil vonbrigði að það sé ekki sól og bjart yfir borginni. Vonandi kemur einhver sólarglæta á eftir. Hér fyrir norðan er veðrið miklu betra.

Biðin eftir því að vélin með landsliðið lenti var ansi löng. Svei mér þá ef þetta minnti mig ekki á sjónvarpsmómentið þegar Bobby Fischer kom til Íslands fyrir rúmum þremur árum. Samt betur gert hjá Sjónvarpinu núna en Stöð 2 þegar Fischer kom.

Nú er bara að njóta augnabliksins. Útsending Sjónvarpsins er ansi vönduð. Þeir eru með lið á þrem eða fjórum stöðum um miðbæinn svo að við missum ekki af einu né neinu, sem betur fer.

mbl.is Landsliðið komið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband