Þjóðhátíð á Arnarhóli - ótrúleg stemmning

Strákarnir fagna
Alveg er það nú yndislegt að fylgjast með þjóðhátíðarstemmningunni í Reykjavík. Allt við þessa hátíð sýnir vel hversu samhent þjóðin er í að fagna og heiðra landsliðinu eftir glæsilegt afrek í Peking. Aldrei verður það sjálfsagt að allir séu svo samhentir. Fjöldinn á Arnarhólki sagði meira en þúsund orð um það hversu samhent þjóðin er og hversu vel hún fagnar á sannri gleðistundu.

Auðvitað munu einhverjir segja að þetta hafi verið of mikið, allt við þessa hátíð hafi verið risavaxið og að erlendri fyrirmynd en samt þetta var þjóðarstund. Öll þurfum við að fagna liðinu og sýna hversu stolt við erum af þeim. Best af öllu fannst mér að heyra notaleg orð Þorgerðar Katrínar sem súmmeruðu upp stundina mjög vel.

Óli Stef flutti svo tilfinningaríka ræðu þar sem hann talaði fyrir hönd strákanna allra. En fyrst og fremst er þetta stund þjóðarinnar. Öll erum við samhent í að styðja strákana og þeir verða að finna það að við styðjum þá áfram í þeirra verkum. Það þarf að hlúa vel að þessu liði.

mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég er sammála þér gjörsamlega í hverju orði kall minn.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband