FL Group - In Memoriam



Skammlíf saga FL Group var ævintýri líkust - fallið mikla varð þó dramatískt rétt eins og tímabundin velgengni Hannesar Smárasonar. Fyrir nokkrum árum vildu allir verða eins og Hannes - þetta var aðallínan í skaupinu 2006. Frægðarsól hans hneig til viðar og FL Group fuðraði upp.

Fjöldi sérfræðinga í viðskiptum hafa sagt söguna alla í mörgum orðum og í löngum skrifum, analíseraða í botn. Myndklippurnar um FL Group eru hinsvegar alveg frábærar og segja alla söguna á örfáum mínútum. Skylduáhorf, hvorki meira né minna!

Væri sagan af þessu kvikmynduð, með einkalífi aðalsöguhetjanna með, væri þetta örugglega eins og Dallas með Ewing-fjölskyldunni í forgrunni í miðju olíubraskinu og sukkinu.

Kannski væri tilvalið að Stöð 2 próduseri seríu um þetta yfirgengilega rugl með Jóni Ásgeiri sjálfum í gestahlutverki.

Seinni klippan er jafnvel betri en sú fyrri ef eitthvað er.



Hér er sú fyrri.

mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er algjörlaga kjaftstopp, djöfulsins glæpamenn, jvernig stendur á því að fjölmiðlar eru ekki með þetta á forsíðu og hvers vegna er lögreglan ekki að skoða tengsl þessara manna? Þetta er ógeðslegt, ég veit um einn bara svona millistéttarmann sem tók lán til að kaupa í FL og tapaði því auðvitað öllu, greinilega beint í vasan hjá þessum mönnum.

Valsól (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband