Stórriddaratreyjan boðin upp - gott málefni

Ólafur Stefánsson Ánægjulegt að heyra að milljón hafi fengist fyrir treyju stórriddarans Ólafs Stefánssonar í hið góða málefni til styrktar fátækum konum og börnum í Jemen. Má til með að hrósa þeim sem stóðu fyrir þessu uppboði og söfnuðu með því peningum fyrir málefnið. Alltaf gott að heyra að fólk taki sig til og geri góða hluti.

Ólafur Stefánsson er annars klárlega maður mánaðarins. Fyrirliðinn í handboltaævintýrinu mikla sem verið hefur einskonar himnasending fyrir þjóðina núna í þessum mánuði. Algjört ævintýri og mikið afrek. Strákarnir fengu svo yndislega heimkomu og þjóðin sýndi þeim í eitt skipti fyrir öll hvað við erum stoltir af þeim og öllum sem standa að liðinu.

Óli var samt maðurinn sem leiddi þetta áfram og var hinn sanni leiðtogi. Ræðan hans á Arnarhóli í vikunni var toppurinn á öllu í þessari viku; einlæg, traust og vel flutt - einhvern varð til á staðnum í þessu mikla augnabliki. Alveg magnað.

mbl.is Treyja Ólafs fór á milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband