Alþýðuhetjan á Melanesi

Fannst mjög leitt að heyra af því að Ástþór á Melanesi, lamaður bóndi sem sinnir sínum verkum þrátt fyrir fötlun sína, hefði verið sviptur sérútbúnum landbúnaðarvélum sínum vegna einhverra smávægilegra vanskila. Undarlegt að gefa honum ekki þann tíma sem talað var um með fresti og er til skammar fyrir þá sem að koma að mínu mati.

Ég heillaðist mjög af sögu Ástþórs sem sögð var í heimildarmynd Þorsteins Jónssonar, Annað líf Ástþórs, sem sýnd var í Sjónvarpinu fyrir nokkrum mánuðum. Þar sýndi okkur hvernig lífsreynsla það er að þurfa að lifa öðru lífi þar sem fótunum er kippt undan manni í orðsins fyllstu merkingu. Dugnaðurinn og krafturinn í honum eru aðdáunarverð.

Í raun var helsta lexían fyrir okkur sem getum labbað um allt og gert það sem okkur langar til að við höfum í raun enga hugmynd um hversu erfitt er að missa undirstöðuna sem mestu skiptir. Eflaust gildir það um okkur flest að við hugsum aldrei um hvernig þetta líf er fyrr en við reynum það sjálf eða í gegnum veikindi nánustu ættingja.

Hvet Sjónvarpið til að endursýna þessa mynd um alþýðuhetjuna á Melanesi. Ætla svo rétt að vona að hann fái vélarnar sínar fljótlega.

mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Ég á enn ekki til orð eftir að hafa lesið þessa frétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.8.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Bumba

Helvíts vesalingar sem þetta gera, fyrirgefðu blótið frændi. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Mammon er heldur betur farinn að ráða alhyggni landans. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.8.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband