Engin hreyfing á viðræðum við ljósmæður

Mikil vonbrigði eru að ekki hafi tekist að semja við ljósmæður. Var að vonast til að það myndi takast í kvöld. Get ekki betur séð en engin hreyfing sé í viðræðunum. Þetta er allt stopp og hlýtur að vera áhyggjuefni ef ekki tekst að klára þessi mál fljótlega. Eins og ég sagði í skrifum hér um daginn styð ég málstað ljósmæðra og finnst eðlilegt að þær setji upp kröfur eins og staðan blasir við þeim.

Væntanlega er þetta ekki besti tíminn fyrir þær að koma með miklar kröfur. Tímasetningin vinnur gegn þeim. Hinsvegar finnst mér mjög hart ef þær eiga að sitja hjá enn eina ferðina og ekki verði hægt að bæta kjör þeirra af alvöru að þessu sinni.

Annars finnst mér þjóðin almennt styðja ljósmæður og kröfur þeirra. Enginn vafi á því. Vona bara að samningar náist fljótlega, þó mér finnist hafa gengið ekki neitt í viðræðunum og fátt gerst sem skipti máli.

mbl.is Samningar tókust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband