Margdæmdur barnaníðingur fer í biblíuskóla

Ég varð alveg gáttaður þegar ég heyrði fyrst í fréttum að Ágúst Magnússon, margdæmdur kynferðisbrotamaður og barnaníðingur, sem er á reynslulausn, hafi fengið að fara í biblíuskóla í Uppsölum. Greinilegt er að fyrirkomulag á reynslulausn fanga á Ísland er mjög ábótavant og hlýtur að þurfa að stokka þau mál eitthvað upp.

Hver vill eiga börn á þessu skólasvæði með dæmdan kynferðisbrotamann á svæðinu. Sá í fréttum vitnað í að átján ára íslensk stelpa hafi verið í þessum skóla og ekki vitað hver maðurinn hafi verið. Ekki var tilkynnt öðrum á svæðinu að þarna væri margdæmdur barnaníðingur. Finnst það alveg fyrir neðan allt að hann hafi getað farið og það ekki verið tilkynnt sérstaklega.

Ekki aðeins þarf að svara hvers vegna þetta hafi átt að vera leyndarmál nokkurra einstaklinga heldur hver vilji verja siðferðislega þetta biblíuskólanám mannsins.

mbl.is Fjallað um Íslending á reynslulausn í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Rúnar Elíson

Sæll Stefán.  Það er algjörlega óskiljanlegt hvernig Dómsmálaráðuneytið hunsar það norræna samstarf um upplýsingarflæði sem er í gildi.

hv Pallielís   

 

Páll Rúnar Elíson, 10.9.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband