Innflytjendur og ofbeldismálin

Enn heyrum við eina söguna í viðbót þar sem útlendingar ráðast hvor á annan. Vonandi gengur vel að finna þennan mann og leysa málið. Vissulega er til of mikils ætlast að allir þeir innflytjendur sem hingað koma séu hvítþvegnir englar en það verður að taka á málum þeirra sem ráðast að öðru fólki og standa að klíkumyndun til að vega að öðrum innflytjendum eins og hefur verið í sumum tilfellum. Mér finnst þetta mjög dapurleg þróun og á henni verður að taka með öllum tiltækum ráðum.

Sjálfsagt er að bjóða innflytjendur velkomna til landsins og það ber að varast að dæma þá alla eftir svörtu sauðunum í hópi þeirra. En því er ekki að neita að þetta er ekki góð þróun - það er að verða einum of mikið af ofbeldisverkum sem tengja má við innflytjendur. Oftast nær er þetta mjög gróft og brútalt ofbeldi og kynferðisafbrot. Þetta eru einum of mörg mál til að þau gleymist og um fátt er meira talað en þetta.

Eðlilega, enda er þetta dökkur blettur á samfélaginu að mínu mati.

mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er sammála þér, það þarf að taka á þessum málum.

Meira að segja sonur minn sem er 14 ára skilur að þetta er stór vandamál og hefur hann ítrekað imprað á að það þurfi að taka á þessu. Hann sagði um daginn " Af hverju eru þessir menn ekki stoppaðir áður en að þeir koma inn í landið?" Persónulega finnst mér það góð spurning, því mikið af þessum gaurum eru á sakaskrá í öðrum löndum.

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband