Máttur fyrirsagnanna

Fyrirsögnin á fréttinni um greinaskrif Óla Björns í Þjóðmálum var bæði áberandi og krassandi. Verður sannarlega áhugavert að lesa þessa grein. Blaðamönnum Morgunblaðsins tókst altént að ná athygli minni sem lesanda ritsins. Óli Björn hefur mikla þekkingu á innri málum Sjálfstæðisflokksins og því fáir betri að greina styrkleika og veikleika hans á þessari stundu.

Annars vil ég hrósa þeim sem standa að útgáfu Þjóðmála. Þetta er vandað og gott rit um stjórnmál, hið besta hérlendis.

mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Já ég hélt líka að það væri meiri frétt á bakvið þessa fyrirsögn en raunin var.

Þetta er mikil list að smíða grípandi fyrirsagnir en ég verð nú að segja að stundum teygja menn sig full langt út fyrir efnið.

Landfari, 11.9.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Snorri Bergz

Það er ákveðin kúnst í því að semja grípandi fyrirsagnir. Sjálfur nota ég bloggið sem "þjálfunarstöð" fyrir "djobbið", en ég þarf starfsins vegna að geta gert grípandi millifyrirsagnir til að fá fólk til að lesa áfram, þá aðila sem hafa með einhverjum hætti opnað vefsíður umbjóðenda minna.

Þetta er mjög sniðugt hjá Mogganum. Og ágætis kynning á Þjóðmálum, sem er að mínum dómi mjög gott tímarit (segir sig sjálft! ég er þarna aðeins innanhúss).

En Stefán, ég býst við að þú hafir séð anti-Stefán síðuna, eða hvað sem þetta er, á Fésbókinni?

Snorri Bergz, 11.9.2008 kl. 15:44

3 identicon

Óli Björn þekkir innviði Flokksins en jafnframt beittur penni af skagfirskum uppruna. Hef skömm á þessari eineltissíðu. Svarta hliðin á netinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Landfari

Hvaða síðu eruð þið að tala um?

Landfari, 11.9.2008 kl. 19:22

5 Smámynd: Ragnheiður

Af tilefni bloggaði ég um þig sjálfan Stebbi, og ákvað fyrir kurteisissakir að láta þig vita svo þú getir rennt yfir það. Það á ekki að vera óviðeigandi umfjöllun, amk ekki meint þannig

Ragnheiður , 11.9.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband