Ike kominn í heimsókn á norðurhjara

Ike í Texas Jæja, þá er Ike kominn í heimsókn. Þó eitthvað sé hann orðinn útvatnaður og rólegri en þegar hann fór yfir Texas er hann nógu öflugur og yfirgnæfandi fyrir okkar smekk. Hér fyrir norðan er veðrið að versna og væntanlega mun rokið aukast eftir því sem líður á nóttina. Var að heyra í vinum mínum fyrir sunnan og fannst nóg um lýsingarnar á veðrinu þar, þar sem hvín og syngur í öllu.

Mér finnst eiginlega fátt ömurlegra en vindgnauðurinn sem fylgir svona óveðri. Gersamlega óþolandi. Ég horfði áðan á kvikmyndina Key Largo með hjónunum Humphrey Bogart og Lauren Bacall, og Edward G. Robinson. Er mjög viðeigandi að horfa á myndina í þessu roki, því myndin gerist meðan að fellibylur gengur yfir og hávaðarok og það tónaði ágætlega við rokið hérna á Akureyri meðan að myndin var í tækinu.

Ætla að vona að Ike fari jafnskjótt og hann kom. Ekki skemmtilegt að hafa hann í heimsókn. Hef hugsað um hverjum Ike er nefndur eftir. Er það rokkgoðið margfræga Ike Turner eða Ike Eisenhower forseti?

mbl.is Mörg útköll vegna óveðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hér í hinu Breiða Holti fyrir sunnan syngur og hvín í öllum gluggum en við erum ekki mikið að stressa okkur á því.

Hinsvegar er ég að heyra sögur af félögum mínum vestanhafs sem búa í miðvesturríkjunum og þar er bara nánast allt í rúst....

Kentucky, Illinois, Cincinnati, Missouri, Ohio og nágrenni urðu mjög illa úti nánast óvænt og er búið að lýsa yfir neyðarástandi í nokkrum þessara ríkja. 

En eins og alltaf er stutt í húmorinn hjá fólki, þar sem sumir settu upp skilti: "Go home Ike, Tina's isn't here!"

Bimma (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Bimma mín. Gaman að heyra í þér. :)

Alveg sammála. Skelfilegt fyrir fólkið í þessum ríkjum, sérstaklega Texas, að hafa fengið þetta yfir sig. Við erum að fá mjög væga útgáfu af þessu miðað við það sem gekk á þar. Flottur húmor með Ike og Tinu hehe. ;)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.9.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband