Fréttaflutningur með bandarískum keim

Um leið og ég óska Ásdísi Rán góðs bata vegna veikinda sinna verð ég að velta því fyrir mér hvaða erindi veikindi hennar eiga við landsmenn alla í fjölmiðlum. Mér finnst fréttaflutningurinn svolítið bera keim af nú-segjum-við-fréttir-um-fræga-fólkið umfjöllun. Er verið að breyta Ásdísi Rán í celeb-týpu á borð við Paris Hilton og Britney Spears?

Ætla að vona að svo sé ekki. Við þurfum ekkert á svona fréttaflutningi að halda hér heima á Fróni.

mbl.is Ásdís Rán í bráðri lífshættu í Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Mér er spurn fyrir hvað er þessi stelpa fræg......fyrir annað en að sækjast eftir að vera á milli tannanna á fólki.

Ekki það að ef fréttin er ekki "ýkt" til að líta ver út en efni stóðu til þá er gott að hún fékk bót meina sinna og makinn átti aur til að borga aðgerðina. 

Hvað verður næst...... Ásdís fékk höfuðverkjakast og gat ekki mætt í partýið????

sett á forsíður allra blaða.

Sverrir Einarsson, 16.9.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ásdís elskar það að vera í sviðsljósinu.

En þetta er orðið einum of mikið bull.

Jens Sigurjónsson, 16.9.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Segji nú bara........................hvað er að ????????????   sammála því að þetta er of mikið bull........ Hvað með að persónu nefna þá Íslendinga sem fengu salmónellu í sumar á Rhotos???????? Þvílíkt .........

Erna Friðriksdóttir, 16.9.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Ég vona innilega að Ásdís Rán nái sér fljótt og vel.

Það breytir því þó ekki að ég er mjög sammála þessari færslu þinni. Frægðardýrkun og æsifréttamennska virðast stundum vera að taka yfir í fjölmiðlum ... því miður.

Lilja Ingimundardóttir, 16.9.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Íslenskir fréttamenn hafa nú ekki verið að sanna að þeir séu mjög góðir í sínu starfi. sérstaklega á netfjölmiðlunum. Fréttirnar eru oft unnar í flýti og stundum fynnst mér að fréttir erlendis frá séu hreynlega settar í gegnum þýðingarvél.

skoðaði þetta einu sinni hvað varðar fréttir frá Afríku. þá birtust fréttir hér heima, 12 til 24 klukkustundum eftir að hún byrtist á news.bbc.co.uk oft á tíðum orð rétt á köflum. 

þessi frétt um Ásdísi Rán er auðveld í framleiðslu. getur sagt að þú hafir komið með X margar fréttir og þannig uppfyllt vinnukvótan.

Fannar frá Rifi, 16.9.2008 kl. 19:35

6 Smámynd: inqo

Tja eru þetta ekki vinsælustu fréttirnar. Að auki ert þú með tengil á fréttina og ert að fanga athygli út á þessa frétt.

En mikið er ég sammála ykkur, þetta er svo innihaldslaust þetta bull um fræga fólkið.

inqo, 16.9.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband