Sameinađar fréttastofur RÚV - Óđinn fréttastjóri

Ríkisútvarpiđ Mikiđ gćfuspor felst í ţeirri ákvörđun ađ sameina fréttastofur Ríkisútvarpsins í eina. Ţetta hefđi átt ađ vera búiđ ađ gera fyrir löngu. Ótalmörg tćkifćri hafa gefist til ađ fara í ţessa hagrćđingu eftir ađ fréttastofurnar fóru ađ vinna saman hliđ viđ hliđ í Efstaleitinu um aldamótin án ţess ađ láta fréttastjórnanda fara en ţađ hefur ekki veriđ nýtt fram til ţessa.

Til ţessa hafa tvćr fréttastofur á sömu hćđinni í sama húsi í eigu sama ađila veriđ varđar međ ţví ađ ţćr vinni svo gott verk ađskiliđ og engin ţörf á ađ breyta ţví. Upplagt hefđi veriđ ađ breyta ţessu ţegar auglýst var eftir fréttastjóra Ríkissjónvarpsins áriđ 2002 og ţegar deilurnar voru um fréttastjóra Ríkisútvarpsins áriđ 2005 eftir ađ Auđun Georg hćtti viđ ađ ţiggja stöđuna. Ţá hefđi átt ađ skipa Elínu Hirst sem yfirmann yfir öllu dćminu og sameina ţađ. Mörg tćkifćri hafa ţví runniđ úr greipum ţessa fólks.

Verđ ađ viđurkenna ađ ég er hissa á ađ Óđinn Jónsson verđi fréttastjóri RÚV viđ ţessar ađstćđur, átti mun frekar von á ađ Elín Hirst fengi ţađ hlutverk, ţar sem hún hefur veriđ mun lengur fréttastjórnandi í Efstaleitinu en Óđinn, starfađ ţrem árum lengur sem fréttastjóri og er ein af mjög fáum konum sem hafđi yfirmannsstöđu í fréttageiranum. Hún virđist ţó ekki vera ađ fara frá RÚV ef marka má fréttir. Ţó verđur áhugavert ađ sjá hvađa hlutverk henni verđi valiđ sem geti komiđ til móts viđ fyrra hlutverk hennar sem fréttastjórnandi.

Bogi Ágústsson hćtti sem fréttastjóri Ríkissjónvarpsins áriđ 2002 til ađ taka viđ nýju hlutverki yfirmanns fréttamála hjá Ríkisútvarpinu. Skildi ég aldrei ţá ráđstöfun ađ hafa einn yfirmann ţessara mála en svo tvo fréttastjóra međ fullan starfstitil sem undirmenn hans. Mun betra hefđi veriđ ađ ráđa Boga yfir ţetta starf ţá, en vćntanlega hefur ekki veriđ áhugi fyrir ţví ađ svipta Kára Jónasson fréttastjórastöđu sem hann hafđi haft allt frá árinu 1987. Ekki löngu síđar fór hann ţó yfir á Fréttablađiđ.

Ţegar rekstrarformi Ríkisútvarpsins var breytt var stađa Boga lögđ niđur og fréttastjórarnir sviptir sameiginlegum yfirmanni fréttamála en höfđu áfram sín störf og tvćr fréttastofur voru skilgreindar í breyttu formi stofnunarinnar. Bogi endađi sem starfsmađur á erlendri fréttadeild og ađ ég held sem undirmađur Ingólfs Bjarna Sigfússonar. Bogi hefur líka veriđ međ einhverja viđtalsţćtti. Stađan er ţví sú ađ yfirmennirnir Elín og Bogi hafa á skömmum tíma endađ sem undirmenn á fréttadeildinni.

Fjögur eđa fimm tćkifćri til breytinga á fréttasviđi Ríkisútvarpsins hafa veriđ misnotuđ af Páli Magnússyni og Markúsi Erni Antonssyni. Spurt er hvers vegna ţetta sé gert núna, en ekki áđur ţegar hćgt var ađ stokka upp án ţess ađ láta fréttastjórnanda fara úr starfi. Freistandi er ađ líta svo á ađ ţessi ákvörđun sé tekin núna til ađ hagrćđa í rekstri. Ekki er ţađ ţó sagt núna en áhugavert verđur ađ sjá hvađ gerist síđar meir.

Löngu tímabćr er ţessi ákvörđun. Bćđi gerir hún starf fréttastofu ríkisins mun skilvirkara og einfaldara og komiđ er í veg fyrir tvívinnu viđ fréttir. Ţetta ćtti ađ gera góđa fréttavinnslu enn betri og traustari. En mikiđ var ađ ţeim tókst ađ laga ţetta eftir átta ár međ tvćr fréttastofur hliđ viđ hliđ ađ vinna sama verkiđ. Ríkisútvarpinu veitir varla af ţví ađ hagrćđa til hjá sér.

mbl.is Fréttastofur RÚV sameinađar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband