Skagamenn falla

Ekki er hægt annað en vorkenna Skagamönnum með fallið úr úrvalsdeildinni. Í allt sumar hefur verið augljóst að eitthvað væri stórlega að hjá liðinu og þeir náðu aldrei takti, voru sálrænt undir miklu álagi og sukku sífellt dýpra í myrkrið. Þjálfaraskiptin breyttu ekki neinu, voru fyrir það fyrsta framkvæmd of seint og vita vonlaust að ná að breyta til á þeim tímapunkti. Tvíburunum tókst þetta síðast en náðu ekki að snúa ógæfunni við, þeir voru allavega það djarfir að taka áhættuna.

Auðvitað eru það alltaf stórtíðindi þegar stórveldi falla úr úrvalsdeildinni. Skagamenn tóku skell, svipaðan þeim sem þeir hafa átt í að undanförnu, fyrir tveim áratugum en náðu svo að komast aftur í úrvaldsdeildina og áttu samfellda sigurgöngu í fimm ár og drottnuðu yfir deildinni. Þó Skagamenn hafi aðeins einu sinni síðasta áratuginn náð að verða Íslandsmeistarar hafa þeir haft stóran sess í boltanum og verður eftirsjá af þeim.

Nú er svo að sjá hvort þeir muni eiga jafn trausta endurkomu í úrvalsdeildina og í upphafi gullaldartímans á tíunda áratugnum eða hvort við taki þrautaganga í fyrstu deildinni í nokkur ár.


mbl.is KR sendi Skagamenn í 1. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gullaldartímabil ÍA eru liðin, svo einfalt er það. vona að þeir verði sem lengst í fyrstu deild.

siggi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband