Áhugavert mat - töfralausnir og tálsýn

Mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu Íslands í efnahagsmálum vekur vissulega athygli ofan í allan svartsýnissöng þeirra sem vilja leysa niðursveifluvandann með þeirri "töfralausn" einni að taka upp evruna og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Mér finnst tal ansi margra sem tala fyrir því sem einhverri lausn minna mig á söguna um manninn sem fannst grasið vera betra hinumegin við ána, en þegar hann kom þangað sá hann fegurðina bara í hyllingum.

Erfitt er að meta hvenær við náum okkur út úr niðursveiflunni sem skekið hefur samfélagið, en það er ekki valkostur að hugsa um annað en reyna að ná fótfestu undir okkur. Enginn lagar okkar vandamál nema við sjálf. Við Íslendingar verðum að vinna úr okkar málum en getum ekki stólað á að aðrir bjargi okkur úr þessum darraðardansi.

Ég velti því vissulega fyrir mér hvort krónan eigi sér framhaldslíf, eðlilega gerum við það öll. En þegar við lesum þetta mat er ekki nema von að spurt sé hvort við séum farin að sjá ljósið við lok ganganna.

mbl.is Íslendingar öfundsverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þeir hafi gleymt að tala við hinn almenna borgara í sambandi við háa verðbólgu, háa stýrivexti, hátt matvöruverð, heilbrigðiskerfið er að verða dýrara, rafmgagnsverð fer hækkandi, símakostnaður hækkar, Tryggingar hækka, erlend lán tvöfaldast, fasteignarlán hækka, laun eru óverðtryggð, kjarabætur brostnar, laun fara lækkandi.

Engin spurning! Það er gott að lifa á Íslandi í dag!

Þröstur (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:57

2 identicon

Þröstur, þú átt eftir að komast langt á þessari jákvæðni þinni 

Ingvar (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband