Áhrif Columbine á fjöldamorðin í Finnlandi

SaariEins og ég benti á í skrifum mínum eftir fjöldamorðið í iðnskólanum í Kauhajoki var ótrúlega margt líkt með Saari og Auvinen, finnsku fjöldamorðingjunum. Nú er ljóst að þeir þekktust og heilluðust báðir af Klebold og Harris, fjöldamorðingjunum í Columbine í Colorado í Bandaríkjunum árið 1999. Augljóst er að bæði finnsku fjöldamorðin eru gerð undir mjög sterkum hughrifum af því sem gerðist í Columbine. Sturlunin og mannvonskan í þeim báðum er mjög lík hugarfari Klebold og Harris.

Einelti virðist líka blandast í þetta. Oftast nær eru fjöldamorðingjar í svona skólum utangarðsmenn skólastarfsins, hafa annað hvort orðið fyrir miklu einelti, verið taldir spes eða hreinlega beðið skipbrot að mörgu leyti. Eru algjörlega utanveltu. Cho Seung Hui, sem framdi fjöldamorðið í Virginia Tech hafði t.d. orðið fyrir einelti í skólanum og sama má segja um Auvinen, sem hafði verið mjög utangarðs í skólanum.

Oft beinist heiftin að kennurum í þessari stöðu. Árásin verður því oft á tíðum hefnd eða aðför að þeim sem byssumaðurinn telur að hafi farið illa með sig, jafnvel ekki passað sig eða ekki tekið á einelti eða árásum gegn þeim, eða ráðskast með þá. Auvinen skaut skólastýruna í Jokela-framhaldsskólanum yfir 20 sinnum og fór með um 70 skot á þá átta sem dóu. Grimmdin var því algjör.

YouTube hefur leikið lykilhlutverk í að kynna okkur árásarmennina í öllum þrem skólunum að undanförnu. Þar sést niðurbæld ólga gegn öllu í kringum árásarmennina. Nútímatæknin hefur skilið eftir mikilvæg sönnunargögn í málinu og gert auðveldara að greina þá sem fremja slík voðaverk. Löngu er vitað að einelti getur kveikt elda ólgu í huga þeirra sem verða fyrir og það getur brotist út með krafti.

Allir sem hafa kynnt sér skotárásina í Columbine í apríl 1999 vita að sá þáttur skipti lykilmáli. Skotmennirnir þar voru einfarar, í skugga félagslífsins í skólanum og lifðu sínu lífi, voru í eigin heimi. Báðir finnsku fjöldamorðingjarnir falla í þennan sama hóp og hafa þar að auki dýrkað Klebold og Harris sem goð lífs síns, hetjur sem hafi gert hið eina sem þeir gátu gert. Þeir gerðu það sem þeir vildu gera.

Bæði Auvinen og Cho Seung-Hui stúderuðu Harris og Klebold og allt þeim tengt - báðir töluðu um þá sem píslarvætti. Ég man vel þegar fjöldamorðin í Columbine áttu sér stað að því var lýst sem brenglun bandarísks hugarfars. Þetta gæti aðeins gerst þar og þetta væri skipbrot bandarísks þjóðfélags. Michael Moore gerði heila mynd um þetta.

Sú sögusögn er dauð, altént á Norðurlöndum með fjöldamorðunum tveim í Finnlandi. Þetta er því miður orðinn veruleikiu okkar. Við getum ekki sagt það lengur að þetta sé fjarlægur veruleiki þegar norræn ungmenn lifa í sama anda og dá þá tilhugsun að drepa alla í kringum sig, sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut.

Einelti í skólastarfi er ekki bara bandarískur veruleiki. Því breytir þessi þróun öllu, sérstaklega fyrir okkur á Norðurlöndum. Það sem eitt sinn var fjarlægur veruleiki og lýst sem skipbroti bandarísks skólalífs er ekki lengur bara þeirra vandamál.


mbl.is Umbreyttist við andlát bróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Finnar eru í 3sæti hvað varðar byssueign fólks, það er víst mjög auðvelt að nálgast þær og skýrir að hluta til þessa atburði. Ég bjó í Finnlandi í fyrravetur og morðin sem voru framin þá voru ansi nálægt mér, margir kennarar í mínum skóla þekktu fórnalömbin eða foreldra fórnarlambanna. Næstu vikurnar á eftir var mikið talað um það í Finnsku sjónvarpi hvort fjölbrautarskólakerfinu væri um að kenna, krakkar sem eru til baka og hafa orðið fyrir einelti týnast frekar í því kerfi heldur en bekkjarkerfi, nemendur hafa marga mismunandi kennarar og það er erfiðara að hafa yfirsýn yfir hvern  og einn nemanda.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.9.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Sveitavargur

Reyndar voru Klebold og Harris engan veginn fórnarlömb eineltis.  Harris bar hins vegar öll merki 'psychopaths' og Klebold var (að mig minnir) geðhvarfasjúklingur.  Þeir voru kannski ekki vinsælasta fólkið í skólanum en hvorugur var beinlínis óvinsæll.  Skv. því sem ég hef lesið var Cho svo beinlínis snældugeðveikur.  M.ö.o., þá var einelti mjög ólíklega kveikjan að neinu þessara.

Skýrsla Bandarísku leyniþjónustinnar bendir a.m.k. til annars, en hér er kaflinn um félagslíf árásarmanna:

-------------------------------

• The largest group of attackers for whom this information was available appeared to socialize with mainstream students or were considered mainstream students themselves (41 percent, n=17).

• One-quarter of the attackers (27 percent, n=11) socialized with fellow students who were disliked by most mainstream students or were considered to be part of a "fringe" group.

• Few attackers had no close friends (12 percent, n=5).

• One-third of attackers had been characterized by others as "loners," or felt themselves to be loners (34 percent, n=14).

• However, nearly half of the attackers were involved in some organized social activities in or outside of school (44 percent, n=18). These activities included sports teams, school clubs, extracurricular activities and mainstream religious groups.

-------------------------------

http://www.secretservice.gov/ntac/ssi_final_report.pdf

Sveitavargur, 26.9.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Sveitavargur

Ýtti óvart á enter til að senda...

Framhald:

-----------------------

Many attackers felt bullied, persecuted or injured by others prior to the attack.

Explanation

Almost three-quarters of the attackers felt persecuted, bullied, threatened, attacked or injured by others prior to the incident (71percent, n=29).21

In several cases, individual attackers had experienced bullying and harassment that was long-standing and severe. In some of these cases the experience of being bullied seemed to have a significant impact on the attacker and appeared to have been a factor in his decision to mount an attack at the school.22 In one case, most of the attacker’s schoolmates described the attacker as "the kid everyone teased." In witness statements from that incident, schoolmates alleged that nearly every child in the school had at some point thrown the attacker against a locker, tripped him in the hall, held his head under water in the pool or thrown things at him. Several schoolmates had noted that the attacker seemed more annoyed by, and less tolerant of, the teasing than usual in the days preceding the attack.

-----------------------

Með tilliti til ofangreinds, þá er það ekki einelti sem slíkt sem er kveikjan heldur einungis einn af mörgum þáttum.  Það eru ekki geðheil fórnarlömb eineltis sem ganga slíkan berserksgang heldur eru mun fleiri þættir að verki.

Sveitavargur, 26.9.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband