World Class, handrukkarinn og Kompás

Um fátt var meira talað í gær en Kompás-þáttinn. Stöð 2 átti heldur betur óskabyrjun með Kompás í vetur. Allir höfðu sínar skoðanir á hvor væri vondi eða góði gæinn í uppsetningu þáttarins og talað hefur verið um að handrukkarinn sé dæmdur barnaníðingur og hafa spunnist miklar umræður á bloggi Jens Guð, sem hefur bent á fortíð handrukkarans og tekið málið lengra.

Þessu var reyndar stillt þannig upp eftir þáttinn að umræðan var dæmd til að snúast um hvor væri góði gæinn og kannski mun frekar hvort handrukkarinn hafi verið djöfull í mannsmynd. Að því leyti tókst Kompás að ná umræðunni á sitt vald og hafði mikil áhrif á að kynna báða mennina fyrir þjóðina, þó þeir hafi sennilega verið fáir sem ekki þekktu þann sem var barinn.

Eftir skrif nokkurra bloggara, t.d. Jens Guð, hefur umræðan tekið á sig þá mynd að World Class vill ekki af manninum vita meira. Kannski kemur það ekki beint að óvörum eftir umræður þar sem lógó World Class hefur verið sett upp í sömu andrá og talað er um handrukkarann. Ekki beint góð auglýsing.

Svo má velta því fyrir sér hvort rétt sé að dæma einhvern fyrirfram í þessu máli. Bloggarar hafa með þessu dæmt í mjög hörðu máli og eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé rétt skref. En hafa svosem ekki allir fellt einhvern dóm eftir umfjöllun Kompás?

mbl.is Starfar ekki lengur hjá World Class
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ja mitt er ekki að dæma enda hef ég ekki blandað mér í umræður um þetta mál.

Það sem hefur valdið mér umhugsun er að lögreglan hvetur fólk til að kæra, gott og vel, en refsiramminn sem dæmt er eftir ? Það hafa öll okkar séð dómana sem fallið hafa í ofbeldisbrotamálum.

Þeir eru svo vægir

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ofbeldi hvar sem Það er notað,er ekki það sem við viljum/það ber að dæma fyrir það!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.9.2008 kl. 14:15

3 identicon

Já, það er ljótt að lemja...

Brúnkolla (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:27

4 identicon

Ég veit það ekki. Ef þessi skemmtistaðavert hefur verið að ljúga og svíkja menn vísvitandi, á hann þá ekki bara skilið að vera laminn?

spritti. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:57

5 identicon

Það ganga á netinu upplýsingar um að handrukkarinn hafi verið dæmdur fyrir nauðgun á smástelpu á Hellisandi fyrir nokkrum árum.  Þetta er sent í pósti eins og keðjubréf.

Mikki Refur (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband