FH meistari - hamingjuóskir í Hafnarfjörðinn

Ég vil óska FH-ingum til hamingju með meistaratitilinn - þeir eiga hann svo sannarlega skilið eftir einhvern flottasta lokasprett í deildinni í fjöldamörg ár. Fyrir viku, áður en FH-ingar mættu Keflvíkingum, töldu flestir formsatriði fyrir Keflvíkinga að klára þetta. Þeir misstu þetta úr höndunum með tapi í Hafnarfirði og tókst ekki að sigra Frammara í dag. Fram fær því Evrópusætið og suður með sjó hlýtur að vera rosalegur bömmer. Biðin eftir titlinum heldur áfram.

Allt fram undir hálf sex stefndi í að bikarinn færi til Keflavíkur og spennan hélst í þessu allt þar til FH-ingar kláruðu leikinn í Árbænum traust. En Keflvíkingar höfðu þetta í höndum sér - þurftu að stóla á sjálfa sig og hafa eflaust farið á taugum. Oft er erfitt að tryggja sigur sem flestir telja öruggan. Spennan getur oft komið mönnum úr jafnvægi. En þeir í Keflavík geta verið stoltir, þrátt fyrir að þeir hafi misst nær öruggan titil úr höndum sér. Þeir hafa sannað sig í sumar.

En þvílík spenna, skemmtilegt þegar þetta helst svona æsispennandi allt fram á síðustu stundu.

mbl.is FH Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnir mann á tímabilið í fyrra þegar FH klúðraði þessu, því miður tókst Keflavík ekki að vinna í ár, vonandi vinna þeir næsta ár og vonandi fer FH niður um deild á næsta ári.

Kristjan (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli sér að þú nefnir ekki Fram sem á þarna stóran hlut/Halli gamli Framari

Haraldur Haraldsson, 27.9.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband