Bankakreppa yfirvofandi á Íslandi?

ghh og do á heimleið
Ekki er von á góðu eftir krísufundinn í kringum miðnættið í Seðlabankanum. Ekki er þó slegið á óvissuna heldur leyft henni að grassera gegnum nóttina. Þjóðin bíður fregna og ekki óvarlegt að gefa sér að bankakreppa sé framundan. Alveg er augljóst að ekki er boðað til slíkra fundahalda á þessum tíma á sjálfum hvíldardeginum nema mjög erfiðir tímar séu framundan og illa horfi.

Mér finnst það ábyrgðarhluti að ekki sé gefin út yfirlýsing eða talað til þjóðarinnar þegar svo ber við. En kannski þarf þess ekki. Þögnin svarar væntanlega spurningunni að eitthvað mjög stórt sé að fara að gerast. Allt er þetta þó í véfréttastíl - þjóðin bíður enn þess að heyra hvað sé að fara að gerast.

Mér finnst myndin af Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde segja allt sem segja þarf. Það er svartur mánudagur framundan á Fróni. Svipbrigðin segja meira en þúsund orð. Ætli þetta verði ekki fréttamynd ársins?


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottræfilshátturinn er að keyra þessa blessuðu ballareyju í kaf. Mér finnst myndin einmitt lýsa því vel.

Ég hef verulegar áhyggjur af fréttum morgundagsins.

Bráðum Norsari frá Fróni (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 03:27

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Myndin er alla vega lýsandi fyrir það hver stjórnar ferðinni, eða þannig...

Vésteinn Valgarðsson, 29.9.2008 kl. 06:13

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þeir verða að segja eitthvað. Annars verður spekúlerað og fólk býst við hinu versta. Það kæmi mér ekki á óvart ef evran færi upp í 150 kall í dag eða á morgun ef þeir ákveða að segja ekkert.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 07:43

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Getur ekki verið að ráðamenn séu loks farnir að gera eitthvað í þessum málum? Gott að þessi krísufundur hefur verið haldinn. Það þýðir að nú viðurkenna menn að vandamál sé til staðar. Ég er á þeirri skoðun að krísufundur hefði átt að fara fram í lok síðasta mars. En betra nú en eftir hálft ár.

Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt.

Hrannar Baldursson, 29.9.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: corvus corax

Þessi mynd minnir mig skemmtilega á hljómsveitarnafnið "Ljótu hálfvitarnir".

corvus corax, 29.9.2008 kl. 09:21

6 identicon

Ætli Lalli Logsuða og allir hinir 300 miljóna mennirnir hlægji ekki alla leið í aðra banka.

Við skulum ekki gleyma því að ofurlaun þeirra voru réttlæt með því að annars færu þeir úr landi að græða peninga fyrir erlenda banka.

helgi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mikill hefði missirinn verið.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 11:25

8 identicon

Bíddu við ... þýðir þetta að Elton John komi þá ekki til með að syngja á næstu árshátíð Glitnis?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta er nokkuð táknræn mynd sem er með þessari frétt, Davíð í bílstjórasætinu og gott ef Árni Matt er ekki lúpulegur í aftursætinu.

Gísli Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband