Mánudagsmartröð spunameistaranna

JónarnirÉg get ekki annað en vorkennt spunameisturum Baugs að vakna upp við mánudagsmartröðina. Nú á að fara að kenna Davíð Oddssyni um allt sem aflaga hefur farið í stað þess að líta í eigin barm. Paranojan er orðin algjör og almenn skynsemi víkur fyrir hræðsluspuna.

Hvað var annað í stöðunni fyrir Glitni? Vildu þeir frekar að hann færi endanlega í þrot? Á að segja manni að allt hafi verið svo fullkomið og yndislegt allt þar til "vondu mennirnir" ríkisvæddu bankann? Staðreyndin er bara sú að það var búið að keyra hann út í skurð og fáir leiðir færar nema hringja í stóra bróður og biðja hann að toga sig upp úr svaðinu. Þetta er staðan í hnotskurn.

Ég er handviss um að hefðu aðrar leiðir verið færar hefðu þær verið teknar frekar en leita þarna um aðstoð. Auðvitað er bankinn, sem kominn er í þrot, tekinn við þessar aðstæður. Þetta var orðið eins og hræ á veginum. Nöpur staðreynd en augljós engu að síður. Ég veit að það er sport Baugsmanna að kenna Davíð um allt en þeir ættu að líta í spegil áður en talað er svona.

Þessi staða er heimatilbúinn vandi þeirra sem eru með allt niðrum sig núna. Þeir ættu frekar að þakka fyrir að einhver nennti að draga þá upp úr eigin svaði. Aumkunnarvert kjaftæði!


mbl.is Stoðir óska eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Væri ekki réttara að spyrja af hverju seðlabankinn gegndi ekki lögbundnu hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara.

Gestur Guðjónsson, 29.9.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég hef enga trú á því öðru en að menn hefðu gripið til annarra aðgerða hefðu þær verið mögulegar. Það verða að vera forsendur fyrir lánveitingu, jafnvel þó hún sé til þrautavara.

Staða bankans gæti verið mun verri en gefið er upp.

Annars tek ég undir með Stefáni - Glitnismenn eiga ekki inni fyrir þeim yfirlýsingum að ríkið hefði átt að gera "eitthvað annað". Það er ekki hlutverk ríkisins að bjarga eigendum banka - það er almenningur í landinu sem hugsa þarf um núna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.9.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband