Hvaða tök hefur Jón Ásgeir á Samfylkingunni?

Áhugavert var að lesa umfjöllun Agnesar Bragadóttur og Péturs Blöndals um atburðarásina í Glitni í Mogganum í dag. Þar sést vel hversu fljótt allt gerðist í þessari tímalínu og við fáum meiri innsýn í allar flétturnar í stöðunni. Mæli hiklaust með greininni, þetta er skyldulesning fyrir alla sem vilja fylgjast með því sem gerðist um helgina, þegar ráðherrar héldu því fram að bara væri verið að tala almennt um stöðuna, og í gær, svarta mánudaginn.

Eitt vakti athygli mína umfram annað í þessari lesningu. Merkilegt nokk var það ekki viðskiptaflétta heldur mun frekar pólitísk flétta - sú fullyrðing að Jón Ásgeir Jóhannesson muni hafa hellt sér yfir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og hann hafi boðað nokkra stjórnarþingmenn á fund til sín, einskonar yfirheyrslu í skjóli nætur fyrir bankauppgjörið. Sá fundur hefur greinilega verið dramatískur í meira lagi.

Ein spurning stendur eftir þessa lesningu: hvernig stendur á því að viðskiptamaður úti í bæ telur sig geta skammað lýðræðislega kjörna fulltrúa og komið fram við þá með þessum hætti? Gat ekki Jón Ásgeir sjálfum sér um kennt hvernig komið var?

Svo fannst mér merkilegt að Össur Skarphéðinsson er æðstur ráðherra Samfylkingarinnar nú þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er á sjúkrahúsi í New York og ekki vinnufær við þær aðstæður. Hann hefur æðsta vald í þessu máli innan flokksins.

Því er undarlegt að viðskiptamaður úti í bæ hreyti skömmum og fyrirskipunum í Björgvin viðskiptaráðherra, þar sem hann leiðir ekki málið heldur Össur, umfram varaformanninn (sem ekki er ráðherra) og formann þingflokksins.


mbl.is Erfiðir gjalddagar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Jón hefur greinilega engin tök á SF!  Það segir sig sjálft.  Sf hefði stöðvað þessa atlögu að einkaeignarréttinum, ef svo væri!

Auðun Gíslason, 30.9.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband