Skelfileg staða - mikilvæg ræða fyrir Geir

Staðan á verðbréfamörkuðum er orðin skelfileg og krónan fellur hratt. Við landsmönnum blasir kreppa, hin mesta í manna minnum og erfið staða sem mun taka langan tíma að komast úr að óbreyttu. Talað er um að leita örþrifaráða og farið verði til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sú staða er augljós takist ekki að opna gjaldeyrisstreymi til landsins og ná samningum við erlenda aðila. Slíkt neyðarúrræði er örþrifaráð, en væntanlega verður þess þörf eftir mjög skamman tíma.

Á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að leiðtogar þjóðarinnar tali til hennar, hreint út og komi með aðgerðir í stöðunni. Í kvöld mun Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytja stefnuræðu sína og hlýtur þar að koma með eitthvað á borðið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Annað hljómar ekki trúverðugt. Þetta verður mikilvægasta ræða Geirs á ferlinum til þessa, allt að því úrslitaræða fyrir forystu hans og hvernig hann geti tekið á þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp.

Sumum fannst ég tala óvarlega fyrir nokkrum vikum þegar ég sagði að pólitísk staða Geirs myndi ráðast í vetur. Það var þá, en annað er nú. Ég held að það blasi við öllum að hans staða muni ráðast mikið á því hvernig tekst til á næstu vikum og mánuðum. Við erum komin í kreppu sem við höfum ekki upplifað áður og fylgst með hverju því sem ráðamenn gera á svo erfiðum tímum.

mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er nú ekki von á góðu úr þeirri áttinni frekar en venjulega, nema Ceaucescu Oddsson skrifi ræðuna fyrir hann enda gáfumenni komið í beinan karllegg af þeim Hreiðari heimska og Grími grautarhaus!

corvus corax, 2.10.2008 kl. 16:30

2 identicon

Já Stebbi það er nokkuð ljóst að það verður að fara að gera eitthvað, þótt fyrr hefði verið. Það þýðir ekki að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Kveðjur úr borginni, Ólöf.

Ólöf (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband