Váleg tíðindi - Geir og væntingarnar

Álit sérfræðinganna um stöðuna hérlendis er ekki uppörvandi. Við höfum fjarri því séð til botns í þessum ólgusjó. Ég finn það á öllum að beðið er þess hvað stjórnvöld segja og gera. Stefnuræða forsætisráðherrans í kvöld skiptir miklu máli í því, eins og ég sagði í gær. Væntingarnar eru miklar og fróðlegt að sjá hvað Geir muni segja þingi og þjóð í kvöld. Nú er þörf á sterkri forystu og mikilvægt að formaður stærsta stjórnmálaflokkins gæti fært þjóðinni hana við þessar aðstæður.

Mér fannst reyndar fróðlegt að sjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í kvöldfréttum fréttastofu RÚV og í Íslandi í dag ekki aðeins vísa þjóðstjórnarhugmyndunum hans Davíðs á bug heldur setja honum sín mörk. Hún ætlar greinilega að sýna sjálfstæði sitt í þessari stöðu og virðist óhrædd við að gagnrýna seðlabankastjórann.

mbl.is Gjaldeyriskreppa á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Svakalegur "kraftur" í kerlu. Ég sem hélt hún væri ennþá í Kína að fagna....... Svaka sjálfstæði þetta......

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband