Geir leiðréttir Davíð - sammála Þorgerði

Geir og Davíð Ekki minnkar dramatíkin vegna þjóðstjórnarhugmynda Davíðs Oddssonar. Örstuttu eftir að Þorgerður Katrín skammaði Davíð vegna þess, svo eftir var tekið, dregur Geir úr því að Davíð hafi sagt þetta. Ég velti reyndar fyrir mér hvað felst í orðum Þorgerðar Katrínar.

Er hún með þessu að hugsa næstu skref og tryggja sér eigin sess og sýna sjálfstæði eða bara að tækla stöðuna eina og sér? Geir tekur reyndar undir með Þorgerði en leiðréttir samt Davíð í næstu setningu og telur rangt eftir honum haft.

Hvernig stendur á því að sömu ráðherrar og sátu fundinn þar sem ummælin komu fram túlka þau svo gjörólíkt?

mbl.is Var ekki að viðra hugmyndir um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Þorgerður haldi opnum dyrum? Hún og utanríkisráðherra eru víst góðar saman. Það er kannski kominn tími á eitthvað nýtt?

Rósa (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hú n er ekkert annað en Krati og verður líklega ekkert annað en Krati.

Líkt og Haraldz var og er ekkert annað en kerfislægur Kommi, (við feðgar treystum öngvu Kommatittspakki) sem kom inn í minnástsæla Flokk, þar sem hann taldi meri líkur á bitlingum þar   (þetta var í það minnsta skoðun afar margra góðra Sjálfstæððismnna eins og föður míns).

Sjáðu hverja hún umgengst, Palla útvarpsstjóra, Krata,;  Guðfinnu fyrrum rektor, Krata.

Nei hún Þorgerður mín er ekkert annað en Krati og á betur heima í Samfó en mínu ástsæla Íhaldið

Miðbæjaríhaldið

af hinni ræktuðu sort.

Bjarni Kjartansson, 3.10.2008 kl. 10:35

3 identicon

Sæll Stefán.

Óskapar hörmung var að heyra Þorgerði Katrínu og Björgvin Siguðsson
sammælast um að reyna að setja ofaní við Davíð vegna þess að hann hvað hafa látið í ljós skoðun sína á nauðsyn þjóðstjórnar.

Hrokinn í þeim var svo yfirgengilegur og lofar ekki góðu um getu þeirra,
andlegan styrk, greind eða þekkingu.

Ætli Davíð hafi ekki bara verið að miðla af langri reynslu sinni og
þekkingu, og þeirri vitneskju um raunverulega stöðu fjármálanna og bankanna ofl. sem honum, vegna starfs síns, er örugglega betur ljós og kunnug en fyrrgreindum ráðherrum.

Það þarf einstakar smásálir, og jafnvel sumar með lítt duldar með kratískar
tilhneigingar, til til að sjá drauga í hverju horni, þegar ábyrgar skoðanir
eru látnar í ljós, skoðanir sem flestir hugsandi menn mundu taka, að
marggefnu tilefni, mark á og til gaumgæfilegrar athugunar.

Hvort sem menn eru "bara" embættismenn eða eitthvað annað starfandi, þá ber að hlusta á skoðanir þeirra um nauðsyn þjóðstjórnar, einkanlega þegar
slíkar skoðanir eru lagðar fram af langri reynslu og mikilli þekkingu.

Það fær enginn mig til að trúa því, að Davíð Oddson hafi viðrað þessa
skoðun sína, nema af því að hann telji stöðu mála svo alvarlega, að
pólitísku karpi á milli flokka verða að linna um tíma, svo vinnufriður
fáist og samstaða þjóðarinnar náist.

Þó að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi mikinn þingmeirihluta, þá eru þeir tveir flokkar engan veginn þverskurður af þjóðinni né skoðunum hennar. Þar vantar töluvert mikið uppá, og bráðnauðsynlegt að annarra sjónarmið komist að, eigi friður að skapast til erfiðra verka þegar vá er fyrir dyrum.

Þorgerður Katrín, hættu þessum smásálarskap. Þakkaðu heldur fyrir
vitibornar tillögur og réttast væri að þú biðir viðkomandi afsökunar á
þessu frumhlaupi þínu.

Að sjálfsögðu er það svo hlutverk stjórnmálamannanna að hafa forgöngu um
myndun slíkrar stjórnar, eftir að hafa skoðað málið ofan í kjölinn, en ekki
kastað slíkum tillögum strax, hugsunarlaust, eins og hörundssárir,
móðgunargjarnir og kenjóttir krakkar, út af borðinu, án nokkurrar skoðunar.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason



 







--



Kveðja,

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband