Kuldalegt haust - timburmennirnir eftir veisluna

Þetta haust hefur verið kuldalegt að mörgu leyti. Góðærisfylleríið er svo sannarlega búið og timburmennirnir orðnir svæsnir og verða það á næstunni. Mitt í öllum erfiðleikunum hér heima á Fróni er áhugavert að heyra sjónarmið annarra á vandamálin sem steðja að okkur. Fannst fróðlegt að' lesa ítarlega umfjöllun Sunday Telegraph og svo sá ég fína samantekt á Sky um þetta og þar voru umræður í setti þar sem okkur var ekki beint spáð góðu.

Áhugi breskra fjölmiðla á ástandinu hér er mjög mikill og þeir virðast dekka okkur ansi vel í fréttatímunum og á netinu. Einn sérfræðingurinn sagði að það væri sérstaklega áhugavert fyrir sig sem fræðimann að skoða svona míkró-vandamál efnahagslega, þar sem ekki væri einu sinni hægt að beila út bankana eftir allt fylleríið. Merkilegar yfirlýsingar.

En vonandi verður veturinn betri en haustið, segi ég eins og einn grínistinn.


mbl.is Veislan búin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband