Biðin mikla við Ráðherrabústaðinn

Ég er eiginlega farinn að vorkenna öllum fréttamönnunum sem standa úti í haustkuldanum við Ráðherrabústaðinn í biðinni eftir einhverjum tillögum frá ríkisstjórninni. Biðin er orðin löng og ég vona fréttamannanna vegna, auk okkar landsmanna allra að sú bið fari að taka enda. Held að það megi þó gleðjast yfir því að varla er langt í það miðað við lykiltímasetningar málsins, það sem unnið er að dag og nótt.

En að fylgjast með fréttamönnunum núna minnir á biðina við Höfða fyrir 22 árum þegar öll heimsbyggðin beið eftir Reagan og Gorbachev. Ætla að vonbrigðin eftir þá bið verði ekki eins mikil núna.

mbl.is Ráðherrar og þingmenn koma og fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mér finnst nú ástæða til að vita !!!hvort þeir viti ,hvort þeir eru að koma eða fara/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.10.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spyrjum að leikslokum...

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband