Lífeyrissjóðir færa 200 milljarða til landsins

Allir bíða eftir niðurstöðu helgarfundanna í Ráðherrabústaðnum þar sem tugir manna labba inn og út af fundi Geirs Haarde, forsætisráðherra, og Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra og leiðtoga Samfylkingarinnar. Ég bíð samt eftir því að vita hvernig það fari í fólk að 200 milljarðar af erlendum eigum lífeyrissjóðanna verði fluttar til landsins og notaðar í björgunaraðgerðirnar margfrægu. Finn vel að skoðanir eru skiptar um það.

Sögusagnirnar af því hverjar tillögurnar munu verða eru reyndar orðnar svo margar að erfitt er að vita hver sé sönn. Þó er eitt ljóst að eitthvað fer að gerast, fréttamönnum til gleði og ánægju. Mér skilst reyndar að fréttamenn fái ekki einu sinni að fara á klósettið í Ráðherrabústaðnum, svo mikil er leyndin, þar sem fundað er í öllum herbergjum.


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Vona af heilum hug,að lífeyrissjóðunum verði haldið utan við bankabraskið.Mér finnst að bankarnir eigi að standa á eigin fótum  og leysa sinn vanda.Þeir hafa haldið uppi okurvöxtum og starfslokasamningar og laun bankastjórna skipta miljörðum Hafa þessir bankar eitthvað verðskuldað aðstoð frá Seðlabankanum ?Látum þá rúlla,en ríkið verður að tryggja sparifjáreigendum sínar innistæður.Þá kemur sterklega til greina að aðskilja inn - og erlend viðskipti bankanna.Það væri gott að losna við hinn  erlenda skuldahala þeirra um 10 -15 þúsund miljarða kr.Það má segja að reyslutími flotkrónunnar frá 2001 sé útrunnin.Hún stóð ekki undir neinum væntingum og er reynd ónýt mynt.Sjálfsagt þyrfti að breyta lögum um banastarfsemi til að ná fram slíkum breytingum.

Kristján Pétursson, 5.10.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband