Svartur dagur í sögu þjóðarinnar

Lengi vel vonaði maður að takast myndi að koma í veg fyrir það svartnætti sem fylgir atburðum dagsins. Við erum að upplifa hinn napra og ískalda raunveruleika sem fylgir skipbroti bankakerfisins. Sú staða er um allan heim, þetta er ekki bara hinn íslenski veruleiki. Allir eru að fóta sig að nýju í breyttum fjármálakerfi heimsins.

Umræðan í þinginu er vissulega súrrealísk. Engum hefði órað fyrir þessum veruleika fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Þetta er sannarlega svartur dagur. Nú er bara að vona að við getum bjargað sjálfum okkur í þessari stöðu, enginn annar mun gera það.

mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband