Þegar vinirnir bregðast er leitað að nýjum vinum

Tíðindin um lánveitingu Rússanna til Íslands er jákvæð þó hún sé enn nokkuð óljós. Ég hef alltaf litið svo á að þeir séu ekki vinir sem geti ekki rétt hjálparhönd á örlagastundu eða lagt lið. Þeir eru heldur ekki vinir sem koma ómerkilega fram. Staða þjóðarinnar nú er þess eðlis að við veljum okkur vini eftir því hverjir leggja okkur lið á þessum tímamótum í sögu þjóðarinnar, þegar við þurfum að taka til hjá okkur og endurbyggja fjármálakerfi landsins.

Mér finnst Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafa styrkt stöðu sína með blaðamannafundunum í gær og í dag, auk ávarpsins síðdegis í gær. Þarna hefur verið talað til þjóðarinnar með afgerandi hætti, slíkt er mikilvægt á krísutímum. Geir og Björgvin stóðu sig vel á fundinum í morgun og svöruðu spurningum eins fumlaust og ábyrgt og hægt er miðað við stöðuna. Ekkert er öruggt í stöðunni og því eðlilegt að heildarmyndin sé ekki ljós.

Nú er ljóst hvað verður, væntanlega, um Landsbankann og Glitni. Ég get ekki skilið yfirlýsingar stjórnvalda öðruvísi en sem svo að innlend viðskipti þeirra verði sameinuð í nýjan banka á vegum ríkisins og hitt muni gossa. Augljóst er að hluthafar og lánadrottnar tapi sínu í þeim ólgusjó. Boðið er búið og nú þarf að hreinsa upp veislusalinn. Gestirnir og þeir sem buðu til veislunnar verða að redda sér sjálfir.


mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jæja kæri vin, hvernig finnst þer´nú leikvöllur ofurfrjálshyggjunnar, sem ég hefi verið að vara við, að verði án STRANGRA reglna.

Ordnung muss immer sein!!

 Vvar sagt hér í denn, nú er öldin önnur og allt í plati, ofurfja´rfestar ara af landi brott í sínum fínu svörtu einkaþotum, ferðsat ekki með illaþefjandi Jóni og Gunnu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.10.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já sammála þessu að Geir Haarde hefur styrkt stöðu sina mjög!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.10.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband