Alvarleg gjaldeyriskreppa

Alveg er það ævintýralegt að fylgjast með gengismálunum. Við erum komin í mikla og alvarlega gjaldeyriskreppu. Krónan er illa stödd í hagkerfi heimsins. Hef heyrt nokkrar sögur af því hvernig virði hennar hefur breyst stjarnfræðilega erlendis á síðustu sólarhringum og allt rokið upp hjá þeim Íslendingum sem eru erlendis og versla með evrur í gegnum krónur.

Nú reynir á hvort Seðlabankanum tekst að tryggja að nóg sé til af gjaldeyri. Ekki er margt sem bendir til þess á þessari stundu. Erfitt er að komast að því hvers virði krónan okkar er. Þetta eru viðsjárverðir tímar.


mbl.is Gengið getur verið frábrugðið á milli banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband