Guðni horfir til Rússlands

Ég er búinn að missa töluna á því hversu oft Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur talað um björgunarbát síðasta sólarhringinn. Held að svo gildi um flesta. Rússaræðan hans í þinginu var svolítið fyndin. Hlegið var að ástarjátningu hans á Pútín í þinginu í dag. Sá að hann líkti Bush og Pútín saman. Þó Pútín sé valdamesti maður Rússlands er hann reyndar ekki lengur forseti. Sá heitir Dmitri Medvedev.

Guðna til hróss má segja að hann vann að því að samþykkja, fyrir hönd síns flokks, neyðarlögin í gærkvöldi á meðan aðrir stjórnarandstæðingar sátu hjá. Guðna hefur fram að þessu mistekist að leiða Framsókn yfir tíu prósent þröskuldinn og til fyrri vegs og virðingar. Ef honum tekst það ekki í þessari stöðu þá er vandséð hvort honum takist það.


mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband