Er Fjármálaeftirlitið að taka yfir Kaupþing?

Ekki verður annað séð af fréttum síðustu klukkutíma en Kaupþing sé að fara sömu leið og Landsbankinn og Glitnir - hann verði yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu innan nokkurra klukkutíma hafi það ekki þegar verið gert. Fundahöldin í Fjármálaeftirlitinu sem nú eru orðin opinber boða fátt gott fyrir Kaupþing, svo mikið er alveg víst.

Eiginlega er óraunverulegt að verða vitni að þessari atburðarás - að allir bankarnir séu fallnir í valinn í þeirri mynd sem við höfum þekkt þá. Mikil verður uppstokkunin nú. Breyttir tímar eru sannarlega framundan.

Erfitt er að sjá hverjir standa og falla þá uppstokkun af sér. Óvissan er algjör og örlög gulldrengja útrásarinnar nöpur og sorgleg. Þessi endalok útrásarinnar verða vonandi lexía fyrir alla sem fylgjast með.

mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Já, því miður, er ég hræddur um að Kaupþing sé fallið. Öll sund hafa verið að lokast fyrir þeim banka í dag.

Greinilega treysta Bretar okkur ekki betur og setja hryðjuverkalög á okkur. Þeir halda að við séum enn víkingar. Það er misskilningur, við erum í mesta lagi tannlausir víkingar!

Jón Ragnar Björnsson, 9.10.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband