Fjármálaeftirlitið yfirtekur Kaupþing

Yfirtakan á Kaupþingi eru nöpur þáttaskil í íslensku efnahagslífi. Á innan við þrem sólarhringum fara allir þrír bankarnir, þar af gömlu ríkisbankarnir tveir sem voru einkavæddir árið 2002, undir vald Fjármálaeftirlitsins. Þegar neyðarlögin voru sett á mánudagskvöld vonaði öll þjóðin að hægt yrði af afstýra því, sem þá var yfirvofandi, að bankarnir yrðu allir yfirteknir. En þetta hefur farið svona.

Eins og ég sagði í gærkvöldi er þessi sorglega atburðarás söguleg fyrir landsmenn alla og vonandi mikil lexía fyrir þá sem hafa farið um heiminn í útrásinni. Þetta eru svartir dagar fyrir þjóðina alla. Fjöldi fólks hefur tapað miklum peningum og er fært jafnvel áratugi aftur í einu vetfangi er sparnaður til fjölda ára fuðrar upp. Ég vorkenni mjög því fólki sem tók áhættuna og féll fyrir fagurgalanum í bönkunum.

Öll munum við heyra sorglegar hversdagslegar sögur af skipbroti almennings vegna þessara sorglegu þáttaskila sem fylgja endalokum útrásarinnar. Þetta eru nöpur endalok en vonandi verður hægt að byggja á þeim rústum sem fylgja uppstokkun þessara kuldalegu haustdaga í sögu þjóðarinnar.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband