Samskipti Íslands og Bretlands að hruni komin

Lágkúruleg framganga Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, gjörbreytir samskiptum Íslands og Bretlands. Ekki verður hægt að treysta á traust samskipti við Bretland meðan hann er í Downingstræti 10 og vonandi fer að líða að lokum á þeim valdaferli. Ég tek undir með skrifum Bronwen Maddox að breskum yfirvöldum hefur orðið stórlega á. Ég get ekki betur séð en Kaupþing, og helst íslensk stjórnvöld, eigi að stefna breskum stjórnvöldum vegna aðfarar þeirra að rekstrinum.

Ég varð var við að sumir voru hissa á skrifum mínum í gær og töldu mig tala of harkalega. Ég sé að sú gagnrýni er horfin, enda held ég að þeir hafi verið frekar barnalegir og ekki skilið diplómatísk tengsl landanna. Þegar þjóð á borð við Bretland tekur á Íslandi með hryðjuverkalögum er alvarleg staða komin upp og varla hægt að líta framvegis á þá þjóð sem trausta bandalagsþjóð. Samskiptin eru gjörbreytt og ég held að enginn neiti því lengur að breskum stjórnvöldum varð á.

Varla verður það stíll Íslendinga að sætta sig við svona framkomu, alveg sama þó þjóðin sé Bretland og hafi mikil áhrif í alþjóðasamfélaginu. Bein aðför breskra stjórnvalda gegn íslenskum hagsmunum og starfsemi þar var aðför að íslensku þjóðinni og við pössum okkur á því meðan Verkamannaflokkurinn ræður ríkjum í landinu að hafa sem minnst saman við þá valdhafa að sælda.


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað sem hægt er að segja um íslendinga var þessi ákvörðun fáránleg. Ég hef ekki verið aðdáandi Geirs Haarde, en ég var stoltur af því hvað hann var pirraður og lét það heyrast. Það kæmi mér ekkert sérstaklega á óvart þótt þetta mál verði steinn í grafhýsi pólitíkussins Brown.

Villi Asgeirsson, 10.10.2008 kl. 14:42

2 identicon

Ekki hef ég lesið greinarskrif gærdagsins , sem um getur hér að framan ,, geri varla ráð fyrir að orðvörum manninum hafi orðið fótaskortur á tungunni,, hins vegar er í ljósi dagsins í dag, sýnilegt að illa upplýstur spjátrungurinn sem ætlaði að slá sjálfan sig til riddara hafi skitið í skóinn sinn svo um munar,, enda kveður við annan tón.. Ég minnist þess er breskir auðkýfingar hreyktu sér af því að hafa gert árás á íslenska efnahagsundrið sér til skemmtunar og ávinnings,,voru hreyknir af,, ekki var í því tilviki að vitað sé beitt neinum sérsveitarmönnum með tilvitnun í hryðjuverkalög,, þeir játuð á sig árásina óbeðnir,, samt bar breskum yfirvöldum að taka þá á málum með afgerandi hætti..Ekki vissi hann blessaður þjónn hennar Hátignar að fáar þjóðir heims hafa fórnað jafn mörgum þegnum að hlutfalli sem íslendingar í seinna stríði við að færa björg í bú bresku þjóðarinnar,,Aldrei hafa íslendingar talið eftir sér að leggja lífið í sölurnar til bjargar breskum þegnum í sjávarnauð,, NÚ hefðum við þegið aðstoð,, í það minnsta skilnings,, Enn í stað bjarghrings , eða huggunar, fengum við sandpoka í fangið í öldurótinu. Þessi maður gerði lítið úr sjáfum sér,,og enn minna úr þjóð sinni.. Minni ég á myndina,,björgun við látrabjarg,,

Bimbó (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband