Össur kallar breska sendiherrann á teppið

Ég er ekki hissa á því að Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra og æðstráðandi í Samfylkingunni í veikindaforföllum Ingibjargar Sólrúnar, hafi boðað breska sendiherrann í utanríkisráðuneytið eftir ummæli Gordons Browns síðdegis. Þessi ummæli eru algjör stríðsyfirlýsing við íslensku þjóðina og ekki hægt að sjá annað en milliríkjadeila sé hafin milli landanna, nema þá takist að settla málið mjög fljótlega.

Engu er líkara en Gordon Brown hafi ekki verið í neinu sambandi við elskuna sína, Alistair Darling, en sá síðarnefndi er í Washington. Ég tek undir það að hafi Brown vitað af samtali Darlings við Geir í dag, sem hann hefur greint frá, er þetta alveg rosaleg framvinda mála og ekkert nema algjör stríðsyfirlýsing. Auðvitað er Brown líka að upphefja sig á stöðunni - þetta bægir frá miklum pólitískum vanda hans og hann lítur út eins og hetja einhverra.

En íslensk stjórnvöld hljóta að hugsa sitt þegar svona stríðsyfirlýsing kemur frá þjóð sem við höfum talið til vina, þó vissulega hafi samband þjóðanna tekið miklar sveiflur og gengið hafi á ýmsu í sögulegu samhengi.

mbl.is Sendiherra kallaður á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála að þetta er algjör stríðsyfirlýsing við íslensku þjóðina. Og ekki síður að byggja málatilbúnað á einhverri hryðjuverkalöggjöf.

 

Í seinni heimstyrjöldinni misstum við skip og fjölda sjómanna sem voru skotnir í kaf af Þjóðverjum, þegar við vorum að færa Bretum fiskbirgðir.

 

Ég held að Tjallinn ætti að minnast þess að okkar framlag skipti sköpum að þeir hefðu að éta og séu yfirleitt til sem þjóðríki núna. Þessi söguskýring er æ betur að fást staðfest með seinni tíma umfjöllun.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:05

2 identicon

Jamm. Ef og ef. Allt saman alvarlegt mál. Hins vegar ef það er svo alvarlegt að skipti lífi og limum sjómanna, að við missum skip, þeir missa skip, semsagt blóðbað, hvers vegna er bara rabbað um það á bloggsíðum eins og hvert annað hundsbit. Hvað þarf til að við Íslendingar rísum upp? Sýnum að okkur er nóg boðið? Eru bloggheimar einhvers konar deyfilyf, til að fólk geti rasað út með öruggum hætti, hver og einn í sínu öryggi. Eða eru þeir til þess fallnir að fólk finni þar aðra sem eru sammála. En hvað svo? Það er ekkert mál að vera fúll og aggressívur á blogginu og mæta svo í vinnu kl 8. Hefur engum í bloggheimi dottið í hug að fyrir utan fjölskyldumyndir og kósíheit, geti bloggheimar orðið virkt afl? Til breytinga? En , æ nei, það er frost úti og kalt.  Bíðum með þetta. Bara nóg að blammera hinn og þennan. Það er nóg fyrir landann. Svona erum við Íslendingar. Allt - ég endurtek - allt sem er að gerast núna er vegna okkar. Við berum ábyrgð á því. Af því við erum Íslendingar. Búin að röfla og tauta um einhvern Davíð og svo framvegis, en framkvæmdir. Nei. Við kjósum þessi ósköp öll yfir okkur. Hættum að ásaka hina og þessa. Það hvernig komið er , er einfaldlega vegna þess hvaða kross við settum á atkvæðisseðlana okkar. Það er ekki flóknara en það. Kveðja. NínaS

NínaS (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Stefanía

Kanski þekkja þeir  ekki muninn á þorskastríði og peningastríði !

Stefanía, 10.10.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegt hefði verið að fá að vera fluga þar á vegg, er Össur jós úr skálum reiði sinnar. Ætli hann hafi svo gefið hans göfgi sendiherranum puttann í kveðjuskyni?

Jón Valur Jensson, 10.10.2008 kl. 02:31

5 identicon

Eitt sem ég bara skil ekki og það er, því í ósköpunum hafa ráðherra okkar ekki með sér túlk, einhvern sem talar þá ensku sem bretar skilja. Það er alveg ótrúlegt að í hvert skipti sem vissir ráðherrar opna munn þá kemur alltaf "miskilningur upp" ef þeir tala annað en móðurmálið.

Þetta er orðið meira fjölmiðlastríð og einblínt á það heldur en það sem meira máli skiptir. Svo eru það stóru orðin sem  látin eru falla, hvort sem það er hjá okkar ráðmönnum, seðlabankastjóra eða ráðamönnum annara þjóða, ættu aðeins að hugsa hvað mannleg samskipti eru. Þeir ættu nú að hafa þroska til að passa sig því margt sem komið hefur frá þeim hefði " betur verið ósagt"

En Brown verður auðvita að upphefja sig og finna blóraböggul til að hinir almennu borgarar í bretaveldi einblíni á eitthvað, svo að þeir átti sig ekki á þeim vandamálum sem hann sjálfur hefur skapað og því sem þeir sjálfir eru að lenda í. Það er eins og Ísland hafi komið á heimskreppu í þessu máli hans.

Sigrún Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:35

6 identicon

Á 110 ára tímabili hafa allar verstu milliríkjadeilur Íslands staðið við Bretland. Þeir settu t.d. á okkur löndunarbann í eitt skiptið. Hvers vegna sérstaklega er vísað tilm þeirra sem sérstakrar vinaþjóðar er illskiljanlegt. Óvarlegt væri að lýsa því yfir að þeir séu óvinir, en vinir eru þeir örugglega ekki.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta Stefán. Góður að vanda.

Sigrún Sæmundsdóttir og NínaS, mér finnst mjög flott það sem þið eruð að skrifa hér. Eru þið að blogga einhversstaðar? Það vantar fleiri penna eins og ykkur.

Hafðu það gott Stefán og fyrirgefðu að ég lýsi eftir þeim hérna.

Anna Guðný , 10.10.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband