Brown fer yfir strikið - stjórnmálasambandi slitið?

Ég er eiginlega orðlaus eftir að horfa á Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ráðast að íslensku þjóðinni með skít og skömm á Sky fyrir stundu. Hann gefur ekkert eftir og talar um okkur eins og sína svörnustu fjandmenn. Sú spurning hlýtur að fara að gerast áleitin hvort við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Mér finnst þeir dagar í það minnsta liðnir að við lítum á Bretland sem vinaþjóð okkar.

Þetta er sorglegt, mjög sorglegt, enda hafði tekist að byggja samskipti landanna upp eftir hin harðvítugu þorskastríð. Þá var stjórnmálasambandi við Breta slitið af okkar hálfu en með diplómatískum viðræðum tókst að laga tengslin og leysa þessa alvarlegu milliríkjadeilu okkar á milli.

Yfirlýsingar Browns eru sérstaklega dapurlegar eftir að íslenski fjármála- og forsætisráðherrann hafa talað vinalega til hans og Darlings og komið málinu af stórsprengjusvæðinu. En kratarnir bresku gefa ekkert eftir.

Samskipti Bretlands og Íslands eru á ís og kannski verður erfitt að bæta fyrir þennan skaða. Sú spurning verður áleitin hvort hinir lélegu stjórnmálamenn Brown og Darling (sem eru rúnir traustir) séu að slá sér upp á þessu.


mbl.is Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll

Sammála þér þarna.  Þessir félagar hafa rækilega gert upp á bak heimafyrir og litla Ísland er fínt til þess að draga athygli frá því.  Nú þurfum við að standa saman sem þjóð sem aldrei fyrr, ljóst er að vinir eru vinum verstir?

Örvar Þór Kristjánsson, 9.10.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Ingvar

Það er auljóst að Gordon Brown er að  forðast erfiðar spurningar. Spurningar svo sem. Afhverju er  Lúndúnarborg og  sveitarfélög  víða um England með stórar fjárhæðir á sparireikninum  í erlendum banka.  Bretar eru íhaldssamari en andskotinn og þetta gæti orðið mjög erfit fyrir Brown að útskýra.  Boris borgarstjóri  er  þarna í vondum málum og einnig sveitarstjórnarmenn margir úr röðum Verkamannafloksins.

IHG 

Ingvar, 9.10.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Getur ekki verið að okkar menn séu að slá ryki í augun á okkur? Hef ekki heyrt neinar upptökur af þeirra samtölum við þessa háu hera í Bretlandi. Get ekki ímyndað mér að menn hóti málshöfðun og öðru nema að eitthvað rökfast búi að baki - ekki styrkir það stöðu hans ef í ljós kemur að þetta er bara loftbólu tal eins og við virðumst ávallt búa við hér á landi.  Mér finnst bara skelfilegt að þurfa að horaf upp á allan þann skaða sem að þetta mál, klúður, heimska eða hvað menn vilja kalla þetta er að valda þjóðinni og orðspori hennar og efnahag um víðan völl.

Það er einnig skelfilegt að menn skuli ekki hafa gert alvöru áhlaup á bankana þegar í ljós kom í hvað stefndi og bara rekið alla út einn tveir og þrír og farið í gegnum allt sem verið hefur í gangi frá a til ö, og fryst alla hluti og hreinlega gengið á aðaleigendurna og tekið þa´fasta og haldið þeim eins lengi og heimilt er. Svo horfum við upp á þessa "greifi" tala um að þeir séu í svona og svona góðum málum út um víðan völl þegar slóðin er blóðug heima fyrir. Svo standa pólitíkusarnir fyriur hverjum blaðamannafundinum á fætur öðrum og reyna að blása rykið af hillunum en ekkert gengur. 

Mér er illa við að segja þetta en svei mér þá ef að ég skil ekki bara Brown vel - ég heyrði nú ekki betur en seðlabankastjóri hafi sagt að erlendum skuldunum yrði kastað fyrir borð og menn gengju 5 kannski 10 % upp í kröfurnar sínar.

Ég veit ekki hverjum á svo sem orðið að trúa í þessu öllu saman það eina sem er á hreinu og við sjáum held ég öll er að útrásarfjörkálfarnir, pólitíkusarnir og seðlabankinn eru með buxurnar á hælunum og gengur erfiðlega að ná þeim upp og það verða svo meðal annars ég og þú Stefán sem fáum harðast að kenna á þessu.

Gísli Foster Hjartarson, 9.10.2008 kl. 17:48

4 identicon

Minnir að hann hafi sagt að eftir sölu á erlendum eignum þá stæðu eftir 5-10% sem gæti fallið á okkur.

En þetta er samt augljóst. Gordon Brown er einvörðungu að reyna að dreifa huga bresks almennings vegna sinna eigin afglapa og vanhæfni.

Og það sorglega er, það virðist vera að ganga hjá honum. Ég segi nú bara að Ísland eigi að ganga fram fyrir skjöldu, ræða við þessa stóru miðla og benda á að þessi tjalla himpigimpi séu búin að vinna meiri skaða með vitleysunni í sér en kreppan sjálf. Og með orðum sínum hafi þeir gert það helmingi erfiðara að leysa málið.

Góðar stundir.

Ellert (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:57

5 identicon

Tek að hluta til undir með Gísla hér ... því við Íslendingar, það er forsvarsmenn þessara banka ásamt stjórnvöldum eigum einhverja ábyrgð. Þó svo að mér finnist Brown hrikalega leiðinlegur, þá er sannleikspunktur í þessu hjá honum: óviðunandi skýringar. Alla vega það sem birtist hér í fjölmiðlum. Hvernig töluðu fjármála- og forsætisráðherra "vinalega" til Bretanna?

Þetta eru ótrúlega miklir fjármunir þarna...ég vona að farsæl lausn finnist á þessu. Við Íslendingar (þ.e. auðmennirnir og ríkisstjórn og Seðlabankinn) berum ábyrgð á þessu og það þarf að sæta henni. Annað er frekar einsýnt viðhorf.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband