Grípum til aðgerða gegn bresku ríkisstjórninni

Ég get ómögulega skilið aðgerðir Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, öðruvísi en hann vilji gera út af við íslensku þjóðina til að upphefja sjálfan sig. Þetta er auvirðilegur stjórnmálamaður og pólitískur hræsnari sem vonandi verður sparkað mjög fljótlega úr öllum pólitískum ábyrgðarstöðum, helst af eigin flokksmönnum. Held að hann eigi ekki annað skilið eftir framkomuna sem hann hefur sýnt Íslendingum í þessari viku. Þetta eru sorgleg endalok á traustri samvinnu þjóðanna eftir að samningar tókust í lok þorskastríðsins.

Ég er sammála Guðna Ágústssyni að nú sé kominn tími til að fara í aðgerðir gegn bresku ríkisstjórninni. Tek undir hvert orð Guðna og finnst gott að loksins tali einhver íslenskur stjórnmálamaður mannamál í því hvað eigi að gera. Þetta er ólíðandi framkoma og engin evrópsk ríkisstjórn myndi sætta sig við svona vinnubrögð af hálfu vinaþjóðar og samstarfsaðila í alþjóðasamstarfinu.

Stefna á bresku ríkisstjórninni ekki síðar en strax til skaðabóta af íslenska ríkinu. Gordon Brown er að gera alvarlega tilraun til að eyðileggja mannorð okkar í heiminum og talar af miklu gáleysi um stöðu okkar og gerir hana verri til að upphefja sjálfan sig. Auk þess eigum við að leita til alþjóðlegra samtaka vegna framferðis Bretanna.

Svo er það í stöðunni að slíta stjórnmálasamstarfi við Bretland, líkt og gert var í þorskastríðinu. Ég tel að það eigi hiklaust að gera haldi árásir breska forsætisráðherrans áfram og hann haldi áfram að sýna heimsku sína.

mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það má heita rosalegt jafnaðargeð ef við sitjum undir þessu með hendur í skauti, og gefum samþykki með þögninni. Ég hef skömm á löndum okkar sem líta á þetta hissy fit Breta sem pólitískan grundvöll til að deila frekar á íslensk stjórnvöld. Nóg eru tilefnin til ádeilna. Menn þurfa ekki að nota smjörklípur útlendinga sem átyllur.

Henrý (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hryðjuverk Breta gegn bresku fyrirtæki sem í alla staði hafði farið að lögum og aldrei lent í vanskilum er forkastanleg og hefur kostað Íslendinga jafnvel þúsundir milljarða urðu þess sem varla er til sá lífeyrissjóður á Íslandi sem ekki hefur skaðast verulega vegna aðgerðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er viðbjóðsleg árás á litla þjóð, en Bretar hafa svosem sýnt þetta áður, bæði gagnvart okkur og þrælaríkjum sínum á árum áður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Tek undir þetta.  Ég sendi inn til Sky-news eftirfarandi athugasemd:

Mr. Brown should know that the Icelandic nation is civilized.  Mr. Brown's reaction to the terrible fact of Icelandic banks going bankrupcy, has only put oil to the fire.  Why didn't he choose the diplomatic pathways?  Iceland and Britain have been in good relationship for a long time - so what happened?

 

Of course both the Icelandic government and the Icelandic people are really shocked over the crises.  And it has hit Iceland really, really bad!  Even though the national funds are strong by normal measures, the government has been having a tough job over the last days to try to stabilise the economy.

 

Iceland wants very much to keep it's good reputation!  Of course Iceland is going to go by laws regarding funds of Icelandic private companies operating in UK - the opposite has never been put out by the Icelandic government!

Mr. Brown's reaction to Mr. Darlings misunderstanding (at least not the right message) has gone way over any response expected of civilized governmental figures.  It was the equivalence of a war declaration - to a country in big trouble and which can not defend itself!  (How great is that?)  The reaction of Mr. Brown is totally unacceptable because of the facts already mentioned; Iceland is known to care about it's reputation, Iceland is known of good diplomacy, Good diplomatic channels should have been used, and furthermore Iceland is legally bound to pay some of the debts and Iceland has said that assets of the former bank operations in UK will be used to pay up the debts. The Icelandic nation will go into hard work to pay it's bills for sure.  So, what on Earth is Mr. Brown doing?  Would he have done the same to any bigger gountry, all other things put even?

 

Mr. Brown's reactions to halt the operation of Kaupthing bank in the UK was a serious mistake - almost unforgivable - it ment a huge loss for Iceland and closing of a possible positive return for Iceland - in fact it also ment loss for many British citizens!  Also, Mr. Brown's reactions have totally spoiled the reputation of Iceland - and this is a very, very serious thing!

 

Also, to use laws tailor made to fight terrorism, has really broken hearts of Icelandic people.

 

So, why such a totally unnecessary and harsh reaction?  Is it possible that this reaction will in the end really diminish Mr. Brown?

 Svo er að sjá hvort þetta nái í geng.....

Eiríkur Sjóberg, 11.10.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Brown er svo sannarlega hræsnari, en þótt hann geri okkur að blóraböggli fyrir vandræði Breta, ættum við að passa að gera hann ekki heldur að blóraböggli fyrir okkar vandræði. Ég tek undir þessi orð:

Þetta er auvirðilegur stjórnmálamaður og pólitískur hræsnari sem vonandi verður sparkað mjög fljótlega úr öllum pólitískum ábyrgðarstöðum, helst af eigin flokksmönnum.

...þessi orð eru nefnilega sígild og þau má heimfæra upp á fleiri og nærtækari stjórnmálamenn. Ég nefni engin nöfn...

Vésteinn Valgarðsson, 11.10.2008 kl. 07:08

6 identicon

Eigum við ekki bara að slappa ögn af.  Þetta mál, eins og öll önnur deiluefni milli þjóða, verður leyst.  Við verðum vinir aftur áður en við vitum af.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband