Minningarnar um þorskastríðið rifjast upp

Hafi einhver Íslendingur ekki munað eftir þorskastríðunum eða kannski gleymt þeim rifjast þau upp þessa kuldalegu haustdaga í nýrri milliríkjadeilu við Bretland. Á örfáum dögum hefur allt hið góða sem gert var í samskiptum þjóðanna í rúma þrjá áratugi gufað upp og kuldaleg milliríkjadeila blossað upp aftur. Nú er ekki barist um veiðar á þorski heldur yfirráð yfir peningum. Sumir kalla þetta þorskhausastríð, til að finna einhvern fyndinn punkt á þessu, en ég tel að þetta sé spurning um hvort Íslendingar láta valta yfir sig.

Þeir gerðu það ekki í gamla daga og eiga ekki að gera það aftur. Ég hef heyrt margar sögur um þorskastríðin. Ef við hefðum lympast niður og gefið eftir hefðum við ekki náð yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og tryggt stöðu okkar. Við börðumst, tókum slaginn við stórt ríki sem ætlaði að níðast á okkur og taka okkur á hörkunni. Þar var ekki hugsað að neinu leyti um okkar lífsafkomu. En við börðumst áfram og unnum sigur á hörkunni. Gáfum ekki þumlung eftir og við áttum öfluga menn til að leiða okkur til sigurs.

Ekki eru mörg ár síðan ég sá þáttaröð um þorskastríðin. Þar kynntist ég þessum tíma enn betur, en bara úr sögubókunum. Þar var rætt við Breta sem enn formæltu okkur og vildu okkur allt hið illa en grétu samt um leið eigin örlög, að hafa gefið eftir fyrir okkur á örlagastundu. Þetta nísti enn að hjartastað hjá þeim. Ekki virðist kuldinn hafa minnkað og enn er Ísland hatað í Bretlandi vegna baráttunnar um þorskinn. En kannski er erfitt að gleyma þessari baráttu. Hún á ekki að vera það fjarlæg.

Nú þegar bresk stjórnvöld hafa knésett Kaupþing og beitt hryðjuverkalögum á okkur er eðlilegt að minningarnar um þorskastríðin rifjist upp. Við skuldum Bretlandi ekki neitt og eigum að taka þessa baráttu alla leið, rétt eins og forðum daga þegar barist var um þorskinn. 


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband