Aðför Bretanna að Íslendingum

Ég er ánægður með greinaskrif Eiríks Bergmanns Einarssonar um bresk stjórnvöld og aðför þeirra að íslenskum hagsmunum. Hann fer þar af yfirvegun og yfirsýn yfir málið og kemur með góða greiningu á stöðunni og því sem Íslendingar eiga að gera vegna málsins. Auðvitað var þjóðin órétti beitt og ráðist að henni með ógeðfelldum hætti og beitt lögum sem eru í raun stríðsyfirlýsing á milli þjóða. Þeim hefði hið minnsta ekki átt að beita við þessar aðstæður.

Skrifin hafa vakið athygli og mikið um þau fjallað. Annars hef ég mikið heyrt í breskum vinum mínum síðustu dagana þar sem æ fleiri hafa áttað sig á því hvers vegna Gordon Brown greip til þessara aðgerða í fylgisleysi og pólitískri krísu sinni. Hann var þar aðeins að reyna að upphefja sjálfan sig á örlagastundu íslensku þjóðarinnar.

mbl.is Fjögur hundruð bloggfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband