Ábyrgð stjórnenda Landsbankans

Mörgum spurningum er sannarlega enn ósvarað varðandi ábyrgð þeirra sem stjórnuðu bönkunum. Ég er sammála þeim þingmönnum sem hafa í dag vakið athygli á og spurt út í siðferðislega, refsiréttarlega og rekstrarlega ábyrgð stjórnenda Landsbankans vegna skuldbindinga í kjölfar þess sem kom frá Fjármálaeftirlitinu. Þetta þarf að fara vel yfir og gera upp við hvert smáatriði. Þjóðin mun ekki sætta sig við neitt annað en þetta fari sína leið.

Ég er samt sérlega ósáttur við að innri endurskoðun málanna heyri undir þá sem tóku þátt í öllu starfi bankanna, því sem helst er deilt um í stöðunni. Slíkt er með öllu óviðunandi og verður að taka á því sem fyrst.

mbl.is Verða að svara til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Voðalega eru þeir á hinu háa alþingi duglegir að berja sér á brjóst og benda á aðra sem þurfi að svara til saka, þeir ættu að líta sér nær og minna þá á það að það eru þeir sem setja lögin í landinu. Þingmenn eiga að hætta að eyða púðri í draga bankamenn til ábyrgðar og einbeita sér að fullum krafti og hjóla í Breta, því Bretland lýsti yfir stríði á hendur Ísland, og ég spyr, hvað ætlar íslenska ríkisstjórnin að gera í því ?

Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband