Þurrausnir sjóðir framtíðarinnar

Þær eru ljótar sögurnar af því hvernig bankamennirnir spiluðu með fólk sem átti ævisparnað sinn í sjóðum sínum til að reyna að upphefja sjálfa sig og koma í veg fyrir að vitað væri hversu illa væri komið. Ég hef heyrt margar sögurnar af því þar sem fólk gerði tilraun til að taka út en var "ráðlagt" að gera ekkert, enda væri bankinn nú svo traustur. Einn sagði við manneskju sem ég þekkti að það gæti aldrei gerst að Landsbankinn færi á hausinn. Hann hefði svo gott lánstraust erlendis og væri traustur sem klettur.

Þetta er lúalegt og ómerkilegt. Mér finnst eitt að logið var að þjóðinni í marga mánuði að allt væri í góðu lagi, en að bankastofnanir ljúgi blákalt að eldra fólki og traustum viðskiptavinum áratugum saman er ómerkilegt og skapar ekki traust á þeirri stofnun hversu gömul sem hún annars er. Svo koma bankastjórnar Landsbankans fram núna og ætla að reyna að kaupa tiltrú þjóðarinnar með fagurgalakjaftæði og tala fólk til.

Svei þessu fólki öllu saman.

mbl.is „Það er búið að þurrausa sjóðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Kannski þú ættir að hugleiða núna hvort Sjálfstæðisflokkurinn gætir hagsmuna þinna eða einhverja annarra? með bestu kveðju.

María Kristjánsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Til allrar lukku tapaði ég ekki á gjaldþroti þessara banka. Ég á allt mitt í öðrum peningastofnunum. Ég vorkenni þeim sem töpuðu og ég kenni bankamönnum og fjárglæframönnunum um það. Þá tengi ég ekki við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir tóku áhættuna og spiluðu með fé almennings. Þeim ber að refsa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.10.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hverjir áttu að standa vaktina í stjórnkerfinu? - að ég tali nú ekki um tengsl flokksins og nýfrjálshyggjunnar? Tengsl flokksins við stærstu auðfélögin?

María Kristjánsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Verðum að fara bil beggja í þessu,þeir sem settu lögin !!!,og þau vöru ekki góð,það hefði þurft þak á allt þetta ferli,það er svo gott að vera vitur eftirá/ Eftirlitið brást einnig,þetta er kannski of dyr lærdómur/en vonum það besta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2008 kl. 17:58

5 identicon

Sæll Stefán

Er ekki rétt að bíða með refsingar þar til einhver hefur brotið af sér? Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við Framsókn skapaði rammann sem þessir menn unnu eftir, enginn hefur bent ennþá á lögbrot, því ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgðina á þessu klúðri, hver afnám bindiskylduna? Hverjir voru ráðherrar efnahags og fjármála og skeyttu engu aðvaranir ýmissa hinna færustu manna þar með bæði Dana og breta?

kv.

Magnús

Magnús Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband