Forsetahjónin reyna að laga ímynd sína

Vel hefur sést síðustu dagana að Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru að reyna að fóta sig aftur í breyttum aðstæðum. Þau voru mest áberandi sendiherrahjón útrásarinnar, allt að því sameiningartákn hennar, og eru komin í aðrar aðstæður og reyna að ná til þjóðarinnar aftur; Ólafur Ragnar með því að tala við fólk á vinnustöðum og í stofnunum og Dorrit með því að tala beint við þjóðina og það um lopapeysur, eins virðingarvert og þetta telst er hróplega áberandi hvað aðstæður hafa breyst á Bessastöðum.

Vel sést á öllum aðstæðum að þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Hann er með þessu verklagi að reyna að verja arfleifð sína. Ef hann missir tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa veðjað á ranga hesta í útrásinni verður hann ávallt tengdur henni og talinn einn misheppnaðasti boðberi hennar, hvað svo sem annað gott hann hefur mögulega gert. Fjölmiðlamenn hafa tekið viðtöl við forsetann og allir spyrja um útrásina, enda var forsetinn svo framarlega við að tala fyrir henni.

Ekki er bæði sleppt og haldið - ekki er bæði hægt að upphefja eitthvað og tala það svo niður. Þetts sést á forsetanum sem gleymdi rótum sínum og karakter í útrásinni og blindaðist af tímabundinni velgengni, varð einn af þotuliðinu. Væntanlega ræðst það á næstunni hvort forsetans verði frekar minnst sem sameiningartákns útrásarinnar og auðmannanna eða almennings í þessu landi.

mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ólafur Ragnar Grímsson fer létt með að kjafta sig út úr þessu. Hann hefur verið framsóknarmaður (1967-1974), frjálslyndur vinstri maður (1974-1976), Alþýðubandalagsmaður (1977-1995) og síðan þá hefur hann verið útrásarvíkingur nr. 1.

Ég hef ekkert út á hann að setja, þótt hann sé algjör tækifærissinni líkt og flest fólk er og reyni að bjarga eigin skinni, þegar fokið er í flest skjól. Hann hefur ekki staðið sig illa, sem forseti - svo mikið er víst.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.10.2008 kl. 15:52

2 identicon

Auðvitað er það víst hægt frændi! Forsetinn er gangandi dæmi þess og fjöldin allur trúir honum. Segir það ekki meira um okkur en hann? Þvílíkur viðsnúningur og ekki sá fyrsti. Er okkur viðbjrgandi?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband