Leitin að þeim sem felldi íslensku bankana

Að fáum er leitað meira að þessa dagana en þeim sem felldu íslensku bankana. Umfjöllun Agnesar Bragadóttur er vönduð og vel gerð og áhugavert lesefni. Þar virðist sjónum einkum beint að erlendu seðlabönkunum. Mér finnst það alvarlegt mál og eiginlega sorglegt hversu samhentir erlendu bankarnir voru allt frá upphafi að stöðva okkur af hér. Svo er augljóst að íhlutun breskra stjórnvalda var á við hryðjuverk gegn Íslandi, aðgerð sett fram til að knésetja stærsta banka landsins og um leið leggja orðspor landsins í rúst.

Mér finnst það algjör brandari að það sé virkilega uppi á borðinu að Bretar sinni vörnum landsins að einhverju leyti. Mér fannst yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, í gær mjög góð og súmmera upp stöðuna. Við viljum ekki sjá Breta hér við að sinna einhverjum vörnum fyrir landið. Þeir geta verið heima hjá sér. Auðvitað er það bara absúrd að þeir komi hingað eftir það sem á undan er gengið og hafi sér eins og þetta hafi bara aldrei gerst. Fráleitt.

En ég mæli með umfjöllun Agnesar. Áhugavert lesefni.

mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Í íslenskri glímu féllu menn stundum á eigin bragði. Í lánveitingum banka til fyrirtækja á árum áður og sjálfsagt enn kom að því að lánin urðu svo mikil að fyrirtækin gátu ekki greitt af þeim. Þá var lánveitingum hætt. Gæti þetta hafa verið staða íslenska þjóðarbúsins?

Spyr sá sem ekki veit í Guðseiginlandi.

Emil (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála, það var klaufalegt hjá Geir (kannski gekk hann hreinlega í  gildru) að opinbera ósamstöðu  við Össur í þessu máli. Össur veit að það yrði pólitískt sterkt fyrir Samfylkinguna að efna til kosninga  eftir áramót eða fyrir næsta vor eða um það leyti sem alvarlegar þrengingar eru að byrja að koma fram.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Össuri. Geir Haarde á ekki að vera með neitt diplómatískt hjal við þá varðandi þessar varnir. Þeir eru óvelkomnir hér og Geir á að koma þeim í skilning um það

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Stefanía

Hvernig gæti það orðið pólitískt sterkt fyrir Samfylkinguna, að það yrði kosið eftir áramót ?

Þeir hafa jú Björgvin....og búið !  

Hann og Geir hafa staðið eins og klettar í hafinu, setjið ykkur í þeirra spor !

Stefanía, 18.10.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband