Íslendingahatur Breta stimplað á boli

Bretar láta ekkert tækifæri renna sér úr greipum við að niðurlægja íslensku þjóðina og tala niður til hennar í vanda sínum. Þessi bolur er kannski fyndinn í augum einhverra en hann er því miður bara eitt dæmið um beina atlögu að íslensku þjóðinni og hagsmunum hennar. Enda tel ég að samskipti þjóðanna séu fyrir bí um langt skeið, hvað sem líður öllu hinu góða sem gert var frá því þorskastríðunum lauk á áttunda áratugnum.

Svo er að sjá í nokkrum skoðanakönnunum í Bretlandi að durturinn Gordon Brown hafi styrkst í sessi við að ráðast gegn Íslandi með hryðjuverkalögum. Sumir tala reyndar um að Ísland verði Falklandseyjar Browns, færi honum sigur í þingkosningum og pólitískan stöðugleika að nýju. Vonandi tekst að koma í veg fyrir það að þessi tækifærissinni gangi frá hagsmunum Íslands til að upphefja sjálfan sig.

mbl.is Bolir gegn Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Meiri vitleysan.  Annars er mér enn hlýtt til Englendinga og Englands.  Það sem stjórnmálamenn þar í landi gera er svo sem allt önnur saga.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband