Orðspor Landsbankans og Al-Qaeda hið sama

Hverjum hefði órað fyrir því fyrir nokkrum árum að Landsbanki Íslands yrði settur við hlið hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda í erlendum skjölum yfir stofnanir sem Bretar eiga sökótt við eða hafa dottið út af sakramentinu þar. Þetta eru ótrúleg endalok á hinni voldugu útrás sem lofsungin var eins og heilög ritning fyrir nokkrum árum. Öll þjóðin var með glýjuna í augunum fyrir útrásinni en hún vaknar nú upp við vonda martröð. Veislunni er lokið og íslenska þjóðin hefur verið sett á hliðina af útrásarvíkingunum.

Elsti banki landsins, sem flestir töldu að gæti ekki farið á hausinn, væri jafn traust undirstaða samfélagsins og þjóðkirkjan, er rúinn trausti og flokkaður eins og hópur óreiðumanna eða hermdarverkamanna á erlendri grund. Þvílík endalok. Þegar ég var eitt sinn í viðskiptum við Landsbankann var þannig talað um bankann eins og hann væri heilagur - þar væri allt svo einstakt og ekkert gæti nokkru sinni farið úrskeiðis. Nú hafa eigendur bankans hlotið sömu eftirmæli og orðspor og Bin Laden. 

Vonandi læra einhverjir á þessum óförum öllum. Auðvitað er það rétt að Bretar komu illa fram og ekkert réttlætir þessa meðferð á íslenskri þjóð. Bretland á vonandi eftir að fá finna fyrir því, þó síðar verði, að beita hryðjuverkalöggjöf gegn vestrænni þjóð. Þetta mál á heima hjá Nató. Hitt er svo annað mál að orðspor þjóðarinnar er farið í gambli þeirra sem héldu utan um alla sjóðina í krosstengslunum. Þetta eru endalok sem þjóðin mun ekki gleyma og krafan er að þetta verði tekið alla leið.

Vil annars hrósa umsjónarmönnum Kompáss fyrir vandaða og trausta umfjöllun í kvöld. Fínn þáttur, sem tók af skynsemi á málunum og sagði söguna frá þeim hliðum sem mestu máli skipta, burtséð frá eignarhaldinu á stöðinni.


mbl.is Landsbanki í slæmum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er auðvitað til marks um það hvað bresku samfylkingarmennirnir, Brown og Darling, hafa gengið langt í því að grafa undan Íslandi, í því skyni að bjarga eigin pólitíska skinni. Það er auðvelt að níðast á smáþjóð, og komast upp með það.

Gústaf Níelsson, 21.10.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég vil fá skýr svör frá hverju einasta Nató ríki um hvort þau myndu láta beita sig þessum lögum af hálfu annars Nató ríkis og til hvaða aðgerða þeim finndist ætti að grípa í því tilfelli!  Ingibjörg Sólrún getur farið í það!

Björn Finnbogason, 21.10.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Má þá ekki líka DO við Bin Laden???

Ingi Björn Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það hefði ekki átt að koma Akureyringnum Stefáni á óvart að Björgúlfarnir væru bröndóttir í ljósi sögu ÚA og síðar Brims.

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband