Frönsk ástamál skekja Alþjóða gjaldeyrissjóðinn

Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin er í viðræðum við IMF er alveg kostulegt að lesa um stjórnunarhætti franska sósíalistans Dominique Strauss-Khan hjá sjóðnum og ástarsamband hans við starfsstúlku þar, sem hefur greinilega notið sambandsins í botn og verið hyglað sérstaklega af ástmanni sínum. Veit ekki hvort þetta hefði verið svona umtalað í Frakklandi, þar sem ástarsambönd af þessu tagi eru frekar algeng, en það er ekki vel séð í Bandaríkjunum.

Strauss-Khan hefur reyndar lengi verið umdeildur og áberandi í pólitísku starfi. Hann var lykilmaður á valdaferli Francois Mitterrand og Lionel Jospin en hlaut skell í baráttu við Segolene Royal um útnefningu sósíalista í forsetakosningunum 2007, þegar fyrri valdhöfum sósíalista var hafnað á einu bretti fyrir nýjabrumið þó án þess að Royal kæmist í Elysée-höll. Mörgum að óvörum útnefndi Sarkozy hann í IMF eftir að hafa sigrað Royal - Strauss-Khan fékk embættið með breiðum stuðningi.

Ætli það sé ekki frekar líklegt að Strauss-Khan verði sparkað úr IMF í kjölfar þessara uppljóstrana. Hann getur þá haft það rólegt og slappað af með ástkonunni sinni. Vonandi tekst IMF að hreinsa til innandyra á sömu stund og þeir ætla að taka til fyrir Ísland.

mbl.is Strauss-Kahn biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband