Landsbankinn missir hryðjuverkastatusinn

Mér finnst það viss léttir að bankastofnanir landsins séu ekki lengur við hlið Al-Qaeda, Súdans, N-Kóreu, Zimbabwe og Búrma. Öryggið í svartnættinu verður aðeins meira. Mér er reyndar slétt sama hvort bresk stjórnvöld vilja setja mynd af Björgólfi Guðmundssyni við hliðina á Osama Bin Laden - mér er meira annt um stöðu Íslands og að stofnanir landsins, sem sumir hafa nefnt hornsteina samfélagsins, séu ekki flokkaðar sem ígildi hryðjuverkasamtaka.

Þeir sem áttu þennan bissness verða að taka skellinn með sínum karakter. Þjóðin á ekki að vera úthrópuð sem úrþvætti heimsins.

mbl.is Landsbankinn af hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband